Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 27

Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 27
ENGINN JAFNAST Á VIÐ DICKENS 25 auðugur og frægur á heimsmæli- kvarða með sveitasetur og sæg af þjónustufólki, gleymdi hann aldrei ógnum sinnar örbirgðar í æsku. Til hinztu stundar var hann ridd- ari í þeirri krossferð, sem barðist gegn þeirri niðurlægingu, sem fá- tæklingar urðu að líða í húsgörðum, óþverrastrætum, fangelsum og verk smiðjum Viktoríutímans í Englandi. Ameríkuhatur Sá þáttur í persónuleika Dickens, sem gengur sem rauður þráður í gegnum öll rit hans „lífsskoðun og breytni er virðingin fyrir hinu mannlega, trú hans á hið góða í hverri sál. Óþekktir rithöfundar, sem sendu honum ritverk sín fengu þau til baka með nákvæmri gagnrýni. Og fyndi hann höfund, sem honum fannst sýna gáfur og snilld, þá dvaldi hann endalaust við að fága verk hans. Og einu sinni, þegar upp komst, að einn af þjónum hans hafði stol- ið frá honum lengi, gat hann ekki fengið af sér áð reka maninn, þar eð hann bjóst við, að hann fengi aldrei annað starf. Hvað gerði Dickens þá? Hann stofnaði með honum smá- fyrirtæki og gaf honum það síðan til einkareksturs. En hann gat líka verið erfiður. Og í andúð sinni gegn gagnrýnend- um og útgefendum, hikaði hann ekki við að gera þeim skell — og oft að lítilli fyrirhyggju. Þegar hann var 46 ára að aldri varð hann ástfanginn af 19 ára leik- konu, Ellen Thernon að nafni, og skildi þá við konu sína, Kate eftir 22 ára hjónaband. En þau höfðu eignazt saman 10 börn. Þegar byrjað var að slúðra um, að skilnaðurinn hefði orsakazt vegna ástar hans til mágkonu hans, systur Kate, (orðrómurinn um ást hans til leikkonunnar var lengi í algjöru þagnargildi), þá Ijóstraði hann upp persónulegu leyndarmáli til afsönnunar, sem bætti raunar olíu á eldinn og orsakaði ævilangt hatur milli gamalla vina og félaga. En mesta andúð bar hann þó til heillar þjóðar — Bandaríkja Norð- ur-Ameríku. Árið 1842 kom Dickens þangað í fyrirlestraferð. Þá varð hann bókstaflega ótta- sleginn yfir öllu, sem hann kynnt- ist. Æstir aðdáendur meðal múgsins eltu hann alls staðar, rifu ræmur úr frakkanum hans til minja, þyrpt- ust umhverfis borðið, sem hann mat- aðist við, gægðust inn um gluggana þar sem þau hjónin bjuggu og hrelldu hann á allar lundir eins og glefsandi vargar, hrækjandi og stangandi úr tönnum á almanna- færi. Þegar hann nú hafnaði boði þessa „Ameríkana-lýðs“ um útgáfu á bókum sínum, nema gegn kon- unglegri þóknun til hans sjálfs sem aukagetu, þá misskildu blöðin mót- tökur hans og réðust gegn honum sem auðvirðilegum peningasnák. Eftir að hann kom til Englands aftur, hefndi hann sín á tvo vegu. Fyrst með því að gefa út þætti úr ferðasögu sinni vestur, sízt til sóma gestgjöfum í Vestri. En þó enn ver með því að gefa út sína nýju skáldsögu, Martin Chuzzlewit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.