Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 11
9
Læknar
fyrir allan heiminn
Eftir WILLIAM D. ELLIS
ames Turpin læknir var
*
*
*
*
J
^ á leiðinni yfir Cumber-
landfjöllin í-bíl sínum,
ví^ sem í rauninni var ekki
venjulegur bíll, heldur
v ......*
vKvíívKvíí>k eins konar iækninga-
stofa á hjólum. Læknirinn ók upp
og niður hlíðarnar eins hratt og
hann framast þorði, því að það
hafði verið hringt til hans frá Pine
Haven og hann beðinn að koma
sem skjótast í sjúkravitjun. Sjúkl-
ingurinn þjáðist af lungnaþembu,
en hafði skyndilega fengið svo
slæmt kast, að hann náði varla and
anum, og var talinn í lífshættu. Á
meðan Turpin ók eftir krókóttum
fjallveginum, tóku tvær hjúkrunar-
konur, sem í bílnum voru, til við að
lesa fyrir hann sjúkdómslýsingar
margra annarra sjúklinga, sem til
hans mundu leita á áfangastað, en
spjaldskrá yfir sjúklinga var í bíln-
um. Margir þessara sjúklinga höfðu
nú í fyrsta sinn fengið tækifæri til
að leita læknis.
Lækningabílar Turpins komu
fyrst fram á sjónarsviðið í austur-
hluta Tennesseefylkis árið 1968.
Markmiðið með þessari nýbreytni
var að veita læknishjálp í sjö hér-
uðum á þessu svæði, sem var mjög
illa statt efnahagslega, fátækt mik-
il og atvinnuleysi. Sem dæmi um
ástandið má nefna Picketthérað, er
hafði 4400 íbúa, en aðeins einn lyf-
sala og eina hjúkrunarkonu launaða
af opinberu fé. Næsta sjúkrahús
var alllangt 1 burtu, daggjöldin há
og auk þess langur biðlisti.