Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 39
ALLIR í SAFARI!
37
En sé öllu réttlæti fullnægt, verð-
ur hver fjögurra manna leiðangur
að hafa með sér tvo æfða veiði-
menn sem fengið hafa opinbert leyf’j
og auk bess heila tylft aðstoðar-
manna innfæddra.
. Kostnaður?
Nálægt 15 þús. dölum í 30 daga
ferðalag. Auk þessa þjórfé, leyfi,
hvert fellt dýr, sem getur numið
rifflar skotfæri og þóknun fyrir
350 dölum fyrir einn nashyrning.
En allur hópurinn, þessir fjórir,
fá þvott og fatahreinsun daglega,
svefntjald með fjaðradýnum og
rúmum og heit og köld steypiböð.
Máltíð er framreidd á borðum
með fannhvítum dúkum, silfurborð
búnaði og lifandi kertaljósum, og
kallstöð heldur leiðangrinum í sam
bandi við umheim og ferðaskrif-
stofu sína.
Eins og á skipum gilda orð veiði-
mannsins, sem eiginlega er farar-
stjóri, sem lög. Sé honum ekki hlýtt,
of mikið drukkið eða skotvopn
klaufalega handleikin, dæmir hann
miskunnarlaust.
Þótt raunverulegar veiðiferðir
séu ofar mínum efnum, þá vonaðist
ég til að fá að fylgjast með í eina
slíka einn eða tvo daga, af því ég
heyrði að þrautreyndur veiðimaður
ætti að stjórna leiðangrinum.
„Hvað ætlar þú að veiða?“ spurði
ég hann. „Fíla, nashyrninga, ljón?“
,,Fiðrildi,“ þrumaði hann, eftir að
hafa skolað niður vænum viskísopa.
„Trúirðu því, Ég ætla að stjórna
leiðangri á fiðrildaveiðar."
Þetta var dapurleg „uppákoma“
fyrir mann, sem hélt sig hafa hitt
einn helzta veiðimann í Afríku.
Saga föðurins
Við fluttum í annan landshluta, og okkur leið ekki vel fyrst í stað.
Við fengum þunglyndisköst, ég og konan mín, en það var mér helzt
til huggunar, að mér fannst „kynslóðabilið“ milli okkar og dóttur
okkar hafa minnkað. Þangað til ég heyrði hana tala við vinkonu
sína þessum orðum: „Það er svo leiðinlegt hérna, að ég og foreldrar
mínir erum orðin vinir.“
Ti'úarkvikmynd var í vinnslu, og leikstjórinn hélt stutta ræðu:
„Munið það“, sagði hann, „þótt níu ykkar leiki kardínála, einn páf-
ann og einn biskup, að Guð er hér enginn nema ég.“
Leikarinn André Luguet er mikill matmaður og einnig mjög ræð-
inn maður. „Mér þykir leiðinlegt að tala undir borðum," segir hann.
„Það er alltaf sá ólystugasti, sem sigrar í umræðum þar.“