Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
af þurfti stærri skammta og meira
magn af því.
Læknarnir Putnam og Merritt
héldu því fram, að not þau, sem
voru að phenobarbitali, væru ekki
fyrst og fremst hin sefandi áhrif,
eins og allir höfðu álitið. Þeir færðu
rök að því, að það hefði fyrst og
fremst áhrif á of viðkvæmu frum-
urnar í taugunum.
Meira en heilt ár reyndu þeir ó-
sköpin öll af þessu á tilraunadýr-
um, þar til að þeir fundu seinast
hið svo nefnda dyphenyl hydantoin
—• skammstafað DPH, miklu áhrifa-
meira gegn krampaköstum en pheno
barbital hafði reynzt.
Og til að fullvissa sitt mál, gáfu
þeir meira en 100 sjúklingum dag-
lega skammta. En þessir sjúklingar
höfðu allir þjáðst árum saman af
flogaveiki.
Innan örfárra daga fækkuðu
krampaflogin mjög hjá 90 af þess-
um hundrað sjúklingum. Og 6 af
hverium 10 fengu alls engin floga-
tilfelli lengur.
Eftir að bessi árangur fékkst st.að
festur af fleiri læknum, varð DPH
óskalyf til sigurs yfir flogunum.
Og síðan 1940 hefur það gjört
milljónum flogaveikra fært að lifa
venjulegu lífi vinnandi fólks.
Fá lyf hafa satt að segja gjört
svo mikið fvrir svo marga.
En sami er þetta lítill hluti söe-
unnar. f fvrstu skýrslu sinni höfðu
læknarnir Putnam og Merrit lýst
því yfir að börn, sem höfðu verið
meðhöndluð með DPH losnuðu ekki
einungis við krampaköst, heldur
vrðu þau einnig auðsveipari til
hlýðni og stæðu sig miklu betur í
námi. Sem sagt, læknar þessir gáfu
í skyn, að áhrifin af notkun DPH
í meðferð á trufluðum taugafrum-
um væru mjög mikilsverð á mörg-
um sviðum samkvæmt rannsókn-
um.
Þótt þessum ummælum þeirra
væri í fyrstu lítill gaumur gefinn.
þá bentu ýmsar einstakar tilraunir
næstu tveggja áratuga í þá átt, að
áhrif lyfs þessa væru mjög víðtæk.
Árið 1940 fann dr. William Sha-
peta aðstoðarprófessor í taugasjúk-
dómum það út, að DPH hafði var-
anleg áhrif til að bæta líðan sjúk-
linga, sem þjáðust af migrenu eða
höfuðkvölum.
Árið 1942 veitti dr. Jean M. Berg-
ouignan í Bordeaux, hann er fransk
ur, því athygli að DPH, var áhrifa-
ríkt til bóta fvrir fólk, sem leið af
ósjálfráðum kippum í andliti og
kjálkum, en við þessu hafði áður
engin varanleg lækning fengizt.
Árið 1950 uppgötvaði dr. A. Sid-
ney Harris við tilraunir á dýrum
að DPH var áhrifaríkt við hjarta-
krampa eða truflun á hjartslætti,
sem getur leitt til dauða. Og árið
1957 bjargaði dr. William Leonard
einum slikum sjúklingi með DPH,
þegar öll önnur lyf höfðu reynzt
gagnslaus.
En þótt hörmulegt megi virðast
litu flestir læknar á DPH, aðeins
sem lyf gegn krampaköstum. Og
þeir fáu, sem fóru lengra og not-
uðu DPH meira, urðu að sætta sig
við að vera sniðgengnir og skýrsl-
ur þeirra hunzaðar.
Svona væri þetta líklega enn í
dag, ef ekki hefði svo farið, að hug-
myndaríkur og þolgóður kaupsýslu-