Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 47
45
Að hluta einvaldur, að hluta af gamla skólanum,
að hluta heimsborgari stjórnarformaður Ford Motor
Company og hugsanlega valdamesti óbreytti borgari
Bandaríkjanna.
Henry Ford
súperstjarna
í viðskiptum
enry Ford er undur, við
skiptajöfur sem hefur
orðið hátt skrifaður
heimsborgari á öld, þeg
ar viðskipti hafa misst
mest af safa sínum. Fá-
um er veitt önnur eins athygli, fá
andlit eru eins kunn á jarðkringl-
unni, fá nöfn eru jafn segulmögnuð
eða meira öryggi til stuðnings mál-
staðar eða framleiðsluáætlunar.
Ford nýtur meira að segja ótrú-
legra vinsælda meðal æskufólks,
jafnvel þó hann sé dæmigerður mað
ur „kerfisins", auðlegðar og aldurs-
flokks (56 ára), sem það svo oft
fyrirlítur.
Þó Ford sé látlaus og oft lotningar
fullur, geislar hann, svo ekki verð-
ur um villst, af valdi sem veldur
virðingu, lotningu og stundum bein
línis ótta. Valdið er engan veginn
tálmynd. Það má deila um, hvort
hann með stjórn sinni yfir Ford
Motor Co., með áhrifum sínum í
Ford-sjóðnum og hinum greinilegu
hæfileikum til að sameina krafta
annarra áhrifaríkra viðskiptajöfra,
er ekki valdamesti óbreytti borgari
Bandaríkjanna. En þrátt fyrir þetta
er það ekki valdið eitt sem gerir
hann svo mikilvægan, heldur vilji
hans til að nota þetta vald til fram-
dráttar málefna sem hann trúir á.
>1'
\t/ \t/ \T/ \t/
/K/KvkvIn: