Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 7
í BJARNDÝSKLÓM
5
þess, að hún hafði heyrt að bjarn-
dýr gætu ekki klifrað upp í tré, svo
að hún leitaði hælis hjá eikartré
rétt hjá. En þar eð hún bar Önnu
í bakpokanum komst hún ekki upp
í tréð.
„Þá greip mig eitthvert ómeðvit-
að aeði af eðlishvöt,“ segir hún. ,,Ég
fann að ég varð að gera eitthvað
til að bjarga því, sem var mér dýr-
mætast af öllu.“ Hún leitaði að ein-
hverju vopni í örvita skelfingu, trjá
grein, steini, einhverju.
EINS OG FLUTNINGALEST
Knúinn áfram af öskrum dýrsins
hafði A1 komið í tæka tíð til að
„sjá björninn æða til okkar eins og
flutningalest."
Hann reyndi blátt áfram að rífa
upp ungt tré. En ræturnar voru svo
sterkar ,að það haggaðist ekki við
átök hans og enginn tími til að-
lögunar.
Hann sneri því umsvifalaust við
og gekk þó að mestu aftur á bak,
þangað sem Alex litli var í bakpok-
anum. A1 neytti allra krafta til að
vernda drenginn grátandi. Og nú
stökk björninn á hann umsvifalaust
og varpaði honum til jarðar, en
barnið varð undir í fallinu.
Urrandi af heift steypti bjarndýr-
ið sér yfir feðeana. A1 fann hvernig
holdið nístist á vinstri fótlegg, þeg-
ar björninn skellti skoltinum vfir
hann fyrir neðan hnéð.
I örvæntingarfullum tilþrifum
gat hann sparkað lausa fætinum í
viðkvæmar nasir dýrsins. Og allt
í einu sleppti björninn honum og
réðist gegn Nancy. En um leið og
A1 reyndi að rísa upp á heila fótinn
kom hann aftur til hans.
Og eftir að hafa slegið A1 til jarð
ar tætti hann og reif hægri fótlegg
hans. Æðisgenginn af sársauka lét
A1 höggin dynja á trýninu á honum
með særðum fætinum. Og einu sinni
enn sneri birnan sér að Nancy.
MÓÐIR GEGN MÓÐUR
Meðan á þessu gekk hafði Nancy
vopnað sig langri grenigrein. ssm
hún bar nú undir handleggnum.
Hún kom nú hlaupandi niður stíg-
inn til Als.
En þegar hún sá bjarndýrið reyndi
hún að vernda Önnu með því að
koma henni í bakpokanum upp í
ungt tré. Því næst kom hún eins og
huguð hetia og lét greinina, sem hún
var með ganga á herðum bjarndýrs
ins af öllum kröftum. En allan tím-
ann var Anna litla bókstaflega löm
uð af skelfingu og gaf ekki frá sér
svo mikið sem tíst.
Þótt óskiljanlegt mætti virðast,
tölti þetta æðisgenena dýr pllt í
einu niður skógarstíeinn, sem Ause-
klis fjölskvldan hafði komið eftir i
gleði sinni fyrir nokkrum minútum.
En í óvæntri þöeninni við brott-
för birnunnar var Nancy aftur grip
in yfirþyrmandi angist. Hún hlióp
til manns síns í örvæntinearfullri
spurn þess, sem koma kvnni.
Hann var að reyna að brölta á
fætur, ..og bölvaði í reiði sinni b'-i
sem orðið var,“ sagði hún. Einhvern
veginn urðu þessi blótsvrði hans
mér óumræðileg uppörvun.
A.lex var grátandi og titrandi í
bakpoka föður síns. en bótt ótrú-
legt væri alveg óskaddaður.