Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
ur að fylgja leikreglunum. Maður
svindlar ekki.“
Eftir útblásturs-hneykslið, sem
kostaði fyrirtækið sem svarar 588
milljónum króna í sektum, endur-
skipulagði hann allan tilraunarekst-
urinn og skipaði háttsettan vélfræð
ing yfir hann, með fulla persónu-
lega ábyrgð.
Viðskiptaeiginleika Fords er ekki
erfitt að skilja. Hann hefur til að
bera marga þá persónueiginleika,
sem venjulega þarf til havpasællar
framkvæmdastjórnar, meðfæddar
gáfur, vel skipulagt minni, sjálfs-
traust tengt vilja til að hlusta, af-
burða reikningsheila, sterkt lundar
far, reynslu í erfiðri vinnu og hug-
rekki til að taka áhættur. Og auð-
vitað, hann var sjálfkjörinn til síns
starfs. Hann tók því alltaf sem sjálf
sögðum hlut að hann myndi eyða
starfskröftum sínum í þágu fjöl-
skyldufyrirtækisins. Ákveðni og ör
yggi, sem skapa foringja, fylgdu
honum frá æsku. Bróðir hans, Ben-
son, minnist:
„Jafnvel þegar við vorum börn,
kölluðum við hann „foringja“.“
EINN AF ÞEIM FRÓÐUSTU
Ford ólst upp í þröngu samfélagi,
í ríkri, einangraðri fjölskyldu, und-
irokaður af afa sínum — tortryggn
um, hleypidómafullum, nærri vilj-
andi — fáfróðum manni, sem vildi
svo til að var vélfræðilegur snill-
ingur. Þó hann væri settur til venju
legra mennta, virtist hinn ungi
Henry ekki vera sérstaklega mót-
tækilegur fyrir því. Hann stundaði
nám í Yale-háskólanum í fjögur ár,
en eins og flestir ungir, ríkir menn
á þeim dögum, lagði hann sig að-
eins fram við að ná lágmarkseink-
unnum, en lagði þeim mun meiri
áherslu á skemmtanalífið. Hann
féll á lokaprófinu eftir að hafa við-
urkennt að hafa notið hjálpar. Jafn-
vel núna getur Ford tæpast kall-
ast menntamaður. Á mörgum mál-
um hefur hann engan áhuga, þar
á meðal flestum menningarþáttum
heimsins. Hann er samræðuhæfur
um grafík-list, með ágætissmekk
fyrir málverkum, sérstaklega
franskri nútímalist. En hann hefur
engan áhuga fyrir leikhúsum eða
æðri hljómlist, og hann les varla
bók nema einstöku sinnum, við sér
stök tækifæri í sumarleyfum. Nær
öll hans almenna vitneskja er feng
in með spurningum til fólks, sem
hefur sérhæft sig á þeim sviðum, er
hann hefur áhuga á. Það er eitthvað
búmannslegt við Ford, þrátt fyrir
yfirborðsfágun hans og miklu ferða
lög. Þó hann eigi íbúð í New York,
ber hann tilfinningar sveitamanns-
ins til að halda sig í fjarlægð frá
stórborginni.
„New York er annað land,“ segir
hann, „kannski hún ætti að hafa
aðskilda stjórn. Allir hugsa öðruvísi,
haga sér öðruvísi — þeir þekkja
andskotans ekkert til hins hluta
Bandaríkjanna."
Með tilliti til bakgrunns hans, er
það í raun merkilegt að Ford skuli
hafa tekist að brjótast frá með-
fæddu, oft hrokafullu ríki bifreiða-
iðnaðarins, til að taka þátt í áhuga-
málum hins stóra heims. Stóran
hluta í þroska hans á hin langa seta
í fjármálastjórn Ford-stofnunar-
innar, mikillar mennta- og rann-