Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 63
Á LEIÐ TIL GULLALDAR
iðnaði, hagfræðilegar, lagalegar og
uppeldisfræðilegar hliðar náttúru-
verndar. Á þessum stöðvum er
einnig unnið að vandamálum varð-
andi vatnsból.
Yfir 100 rannsóknastofnanir taka
þátt í þessum rannsóknum t. d.
Vatnsneyzlustofnunin í Varsjá,
Byggingahagfræði- og skipulagn-
ingastofnunin í Búdapest, Landbún-
aðarlíffræðistofnunin í Bratislava
og Starfshreinlætis- og vinnuvernd-
arstofnunin í Sofia.
Fyrsta vandamálið, sem ég nefndi
hefur verið fjallað um í stöðinni,
sem stofnuð var í sambandi við
stofnun þá, sem ég er forstjóri fyrir.
Verkefni stöðvarinnar er að taka
saman og skilgreina starfsáætlanir
aðildarlandanna, koma fram með
tillögur um ný rannsóknarefni og
koma í veg fyrir tvíverknað. Hún
sér einnig um að skipuleggja fundi
sérfræðinga og skiptingu á reynslu.
Það er núna nýafstaðin ráðstefna í
Búdapest, þar sem sérfræðingar frá
Comecon-löndunum ræddu um
heilsufræðilegar hliðar umhverfis-
verndar."
„Var þá ekki samþykkt heildar-
áætlunar um sósíalíska samhæfingu
upphafið á sameiginlegum rann-
sóknum á vistfræðivandamálum?“
„Eiginlega ekki. En heildaráætl-
unin hafði í för með sér áhrifarík-
ari samstarfsaðferðir. Þegar árið
1963 fór Comecon að koma á fót
sameiginlegum aðgerðum til að
berjast gegn loftmengun. Þá tóku
þátt í því starfi, sérfræðingar frá
Búlgaríu, DDR, Póllandi, Tékkó-
slóvakíu og Sovétríkjunum. Síðar
bættust við starfsbræður þeirra frá
61
Rúmeníu og Ungverjalandi og síð-
ast frá Mongolíu og Júgóslavíu.“
Á ráð-
stefnu um heilsufræðilegar hliðar
umhverfisverndar, sem haldin var
í Prag á fyrra ári ræddu sérfræð-
íingar Comecon-landanna aðferðir
til að ákvarða loftmengun. Sam-
kvæmt tillögu frá DDR var mælt
með aðferð til að ákvarða flúor-
sambönd. í Búlgaríu hefur verið
fundin upp aðferð til að mæla ál-
ryk í lofti, Tékkóslóvakía hefur
fundið upp aðferð til að sundur-
greina skaðlegar verkanir þvotta-
efna, Sovétríkin hafa fundið upp
aðferð til að mæla fosforanhydrid
o. s. frv.
Ég skal nefna dæmi. Starfsfólk
stofnunar okkar hefur unnið ásamt
sérfræðingum Efnaverksmiðjanna
í Sjtjokin, fyrir sunnan Moskvu að'
vernd umhverfisins kringum verk-
smiðjurnar, og hefur fundið úrræði
til að draga úr því sorpmagni, sem
fer út í andrúmsloftið.
„Hvað er gert í þeim tilfellum,
þegar umhverfismengun eykst og
hagsmunir nokkurra landa eiga hlut
að máli?“
„Það er aðeins ein leið. Fólk verð-
ur að vinna saman án tillits til þjóð-
félagskerfisins, sem það tilheyrir.
Comecon-löndin eru reiðubúin að
vinna með öllum löndum og sam-
tökum, sem sýna áhuga fyrir sam-
starfi. Samingar Sovétríkjanna við
Bandaríkin og Frakkland er byrj-
unarskref í þessa átt.“
„Geri maður sér í hugarlund, að
lönd, sem taka sig saman um að
vernda náttúruna, nái á áratug þeim
árangri, sem áætlaður var, væri þá