Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 119
OVINUR VIÐ HLIÐIN
117
að segja Hitler af þessu. En nú var
Halder úr sögunni.
„ÞETTA ER ÆGILEGT
BRJÁLÆÐI“
Á svæðinu milli Don og Volgu,
vestur af Stalingrad hafði Paulus
bókstaflega staðsett allt lið sitt í
þeim tilgangi að hertaka borgina.
En forðabúr sín hafði hann hins veg
ar handan við Don. En einmitt þar
hugðust Rússar hafa sínar aðalher-
bækistöðvar á þessu landsvæði. Svo
var það 19. nóv. að morgni. Himinn
yfir Serafimovich og Kletskaga
ljómaði af rauðum loga 3500 fall-
byssna, sem lögðu til árásar. Rúm-
enskir hermenn liggjandi í laun-
sátri virtu fyrir sér stórskotaliðsá-
rásina. Vígi hrundu og kæfðu hundr
uð manna. Fjöldi manns brjálaður
af skelfingu byrgði fvrir eyrun í
ærandi drunugný.
Þegar skotdrununum loks linnti
þutu risastórir T-34 tankar gegnum
þoku og snjókomu inn í fylkingar
óðra Rúmena. Flestir kusu að forða
fjöri sínu á flótta. Vopnlausir æp-
andi af skelfingu stöðvuðust þeir
aldrei á flóttanum.
I Golubinka, 50 mílur í suðaust-
ur voru þeir Paulus og Arthur Schm
idt, aðalforingi hans og tóku fréttun
um af árásinni fálega. Þeir athug
uðu aðstöðuna og Schmidt sagði:
..Við getum staðizt."
Þessa fullyrðingu samþykkti Paul
us og skipaði 48. herdeild að halda
til norðurs undir forustu Ferdin-
ands Heims.
Meðan þessu fór fram við Stalin-
gj'ad var Hitler í Berghof, fiallabú-
stað sínum í Bajersku Ölpunum. I
þægilegu fundarherbergi sínu horfði
hann á landabréf af styrjaldarsvæð-
inu og bar það saman við síðustu
fréttir af 6. hernum.
Rólega vó hann aðstæður allar í
huga sér og ákvað skipun sína.
Það var hin fyrsta af mörgum ör
lagaríkum ákvörðunum, sem hann
átti eftir að taka næstu vikurnar.
Þetta var skipun til Heim hers-
höfðingja um að halda suður til
Blínov þar sem Rússar höfðu gjört
annað alvarlegt upphlaup.
Argur í skapi luntaðist Heim
við að hlýða þessari fyrirskipun, er
fór þó algjörlega í bága við það,
sem Paulus hafði skipað fyrir
skömmu.
Enginn lofther gat tekið þátt í
þessum hildarleik á sléttunum. Snjó
koma og frost hindraði allt flug á
þessum slóðum.
Daginn út og inn þutu skriðdrek-
ar Rússa yfir endalausar, alhvítar
slétturnar, grönduðu bílum og birgð
um og þutu svo aftur út í hvíta,
glórulausa auðnina til að gera ein-
hverjum öðrum einhvers staðar
sömu skil í margra mílna fjarlægð.
Aðferðir þeirra rugluðu alveg um
fyrir Þjóðverjum og dró úr þeim
allan kjark.
Skýrslur lesnar í útvarpi sögðu
Rússana 65 km suður af Don 80
km í suðaustri, einhvers staðar,
alls staðar.
Æstar og örvæntingafullar raddir
báru fréttir og ráðleggingar gegnum
ljósvakann til stöðva 6. hersins.
Allur agi var úr sögunni. Ein-
hverjir foringjanna skipuðu mönn-
um sínum biturlega til austurs á-
leiðis til Salingrad.