Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 121
OVINUR VIÐ HLIÐIN
119
ekki hægt að ná. Með tilliti til að-
stæðna óska ég algjörs athafnafrels
is. Heil, mein Fiihrer."
Paulus.
Að sendum þessum boðum gaf
einn af foringjum Paulus, Waiter
von Seydlitz Kurzbach 94. deild
skipun um að rýma úr norðaustur-
horni umsáturssvæðisins. Ætlun
hans var sú, en auðvitað vanhugsuð,
að ef þeir færðu sig, mundi Paulus
veitast aðstaða til útgöngu úr „pok-
anum.“
En þegar 94. deild yfirgaf sína
stöðu réðist 62. rússneski herinn á
hana. Öldur Rauða hersins hellt-
ust yfir hermennina og komu þeim
í opna skjöldu varnarlausum á auðu
svæði. Og í dögun um morguninn
var 94. herdeild ekki lengur til.
Fréttin gerði Hitler æðisgénginn.
Hann húðskammaði Paulus fyrir ó-
hlýðnina og sendi boð til höfuð-
stöðva 6. hersins undir fyrirsögn-
inni „Foringjaskipun".
„Haldið vígstöðu við Volgufljót
og á norður-kanti orrustusvæðisins
í bili. Birgðir koma í flugi.“
Samt vissi Hitler ekki enn, hvort
Luftwaffe, en svo nefndist flugfloti
Þjóðverja, gæti aðstoðað 6. herinn.
Hann beið úrslitaskipunar um það
frá Hermann Göring.
Mistök Görings gagnvart Englandi
og við að hindra loftárásir Samein-
uðu . þjóðanna á Þýzkaland höfðu
dregið úr sannfæringu hans um
helgivald nazista.
Þegar vandamálið um flutninga
í lofti til Stalingrad hófst, greip
hann tækifærið til að endurvekja
trúna á þverrandi hamingju. Jafn-
vel þótt honum væri sagt að 6. her-
inn þyrfti 500 tonn á dag, öskraði
hann uppbelgdur af hroka:
„Það get ég séð um.“
En þessi dýrmætu augnablik voru
horfin. Innan fárra daga höfðu 60
sovézkar sveitir komið sér fyrir á
svæði því, sem Þjóðverjar höfðu
lokazt inni í Katlinum, sem þeir
kölluðu. Og í suðri og vestri voru
50 aðrar Rauðliðasveitir reiðubúnar
að hindra hverja hreyfingu, er orð
ið gæti Paulus hershöfðingja til að
stoðar.
En á meðan þessu fór fram hafði
þýzki loftherinn á völlunum við
Stalingrad barizt harðri baráttu til
undirbúnings flutningum í lofti.
Þriggja hreyfla flutningavélar
komu að frá fjarlægum flugvöllum.
Sumar voru gamlar og lélegar, aðr
ar vantaði byssur og útvarpsútbún-
að. Áhafnir flugvéla komu til þjálf-
unar í Þýzkalandi allt frá öldung-
um til algrænna nýliða.
Og 25. nóv. lentu fyrstu vélarnar
á Pitomnik-flugvelli í Katlinum. í
tvo daga flugu þær fram og aftur
flytjandi hergögn og eldsneyti. En
þriðja daginn 27. nóv. hamiaði ó-
veður öllum framkvæmdum. Fiebig
hershöfðingja féll nú allur ketill í
eld. Aðeins 130 smálestir höfðu ver-
ið fluttar á þessum 48 klukkustund
um, sem flugið heppnaðist. Hann
ritaði þá í dagbók sína þessa dapur
legu yfirlýsingu:
„Veðrið hræðilegt. Við reynum að
fljúga, en það er ómögulegt. Einn
hríðarbylur tekur við af öðrum. Á-
standið vonlaust."
Richthofen herforingi samþykkti
þetta heilshugar. Þar eð útséð virt-