Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
ón rússneskra varaliðshermanna
væri enn ósnert á austurbakka
Volgu — og enn aðrar varaherdeild
ir væru á leið út úr Rússlandi til
Frakklands og norður til Lenin-
grad.
Og sama daginn vörpuðu nazistar
fyrstu eldsprengjum sínum yfir
Stalingrad. Fljúgandi í V-stöðu köst
uðu Stukas og Ju. 88 sprengjum yf-
ir þéttbýlasta borgarhlutann, þar
sem borgarstjórn hafði aðsetur sitt.
Og ekki leið á löngu áður en eldur-
inn gaus upp og Stalingrad var í
björtu báli.
Jarðskjálftinn, sem sprengjuregn
inu fylgdi felldi fjölda húsa við
Rauða torgið. Vatnsleiðslubygging-
ar hrundu og allt komst á ringul-
reið. Talsímakerfi borgarinnar gjör-
truflaðist, og kallstöðvar þurrkuð-
ust bókstaflega burt.
Meðan sprengjuregnið stóð sem
hæst, var borginni stjórnað frá og
fólkið flutt í net loftvarnarbyrgja
og kjallara, þar eð borgin sjálf of-
anjarðar stóð í ljósum logum.
í dagbók sinni þetta kvöld, gerði
Wolfram von Richthofen grein fyr-
ir gleði sinni með þessum orðum:
„Við bókstaflega lömuðum
Rússana"
Það var satt. Af 500 þús. manns
féllu um 40 þús. í loftárásunum 23.
—24. ág. Það voru engar brýr yfir
fljótið. Og daginn eftir þyrptist
fólkið að aðallendingarstað ferj-
unnar í þeirri von að komast yfir
ána.
En' Stukast-sprengjuþoturnar
komu aftur. Hvergi var afdrep fyrir
fólkið, sem beið á felustaðnum í tug
um þúsunda og hreyfðist fram og
aftur eins og pendúll í klukku.
Sprengjurnar féllu og árbakkinn
flaut bókstaflega í blóði, sem litaði
fljótið rautt. Þeir miðuðu líka
sprengjuregninu á ferjuna og Volga
var líkust röð gjósandi hvera.
Bráðlega var yfirborð vatnsins
þakið dökkleitum dílum. Það voru
lemstraðir líkamar, er bárust hægt
með þungum straumi fljótsins til
samfunda við Kaspíhafið.
NYR STJÓRNANDI
Að síðustu höfðu hersveitir Páls
í norðri sameinast 4. herfylkinu í
suðri og myndað þannig hálfhring
um borgina með mönnum og her-
gögnum.
Ekkert nema áin og ferjan veitti
nú vonir um bættan liðskost og líf
fyrir borgina. Þeir sem eftir lifðu
af 62. hersveit Rússa og reikuðu inn
í borgina voru fremur í leit að
skjóli en til andstöðu. Hershöfðing-
inn Alexander Lopotin hafði al-
veg misst alla trú á hæfni sína til
að verja Stalingrad. En þegar hann
tjáði Andrei Yeremenko yfirfor-
ingja ótta sinn, var hann samstund-
is settur frá störfum.
En einmitt nú hafði Tsaritsa Gor-
ge-vígið verið yfirgefið, en nýtt
virki verið sett upp handan Volgu
í Yamy-skógunum.
Þar skutu þeir Krusjeff og Yere-
menko á skyndifundi til að velja
eftirmann Lopotins. Og sá, sem þeir
völdu hét Vassili Ivanovich Chui-
kow, þrekvaxinn maður, með glað-
legt, hrukkótt andlit og tjásulegt
svart hár. Hann gerði góðlátlega
gys að þeim, sem voru óttaslegnir.