Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 45
ÓGNARSTUND VIÐ SHOSHONE-ÁNA
43
voru ógreinileg. Braden gat að lok
um skilið orðin ,,eiginkona“ og
„börn.“ Þá sá hann bíl.inn á hvolfi í
vatninu. „Er nokkur í bílnum?"
spurði hann. Ben hristi höfuðið. Síð
an klifraði hann niður árbakkann,
grjótið skar hann í fæturna. Ben óð
ána þrisvar sinnum og bar eitt barn
í hverri ferð. Braden, sem stóð á
bakkanum, rétti skelfingu lostin
börnin til konu sinnar, sem lét þau
aftur í bilinn og vafði þau svefn-
poka og frakka. Það brakaði í frosn
um buxum Jacks þegar hún bar
hann til bílsins.
FÁGÆT GJÖF
Ben þurfti nú að fara síðustu ferð
ina eftir konu sinni, sem hélt á
minnsta barninu í örmunum. Hann
steig niður í ána. hrasaði og sökk í
vatnið. „Eg kemst ekki lengra.“
Andstætt ísköldu andrúmsloftinu,
virtist vatnið hlýtt og þægilegt.
Phyllis sá hvað var að ske. Án
þess að hugsa um sársaukann í ökl
anum óð hún yfir ána með Sallv.
Braden steig út í vatnið til móts við
hana og tók barnið. Phyllis sneri
þá við, sreip handlegg eiginmanns
síns og kallaði, ,,Ben.“ Hann braust
á fætur og skreið upp bakkann að
baki henni. f hinni þriggja mín-
útna ökuferð til Jackpot heyrðist
ekki hljóð frá nokkrum, nema Ben
"°m var með ofsalegar magakval'ir.
„Guði sé bökk að ég stansaði,"
hugsaði Braden. Hann lagði bílnum
við gistiheimili, andstætt spilavíti.
Starfsfólk spilavítisins og viðskipta
vinir kepptust um að koma fjöl-
skyldunn inn í herbergi gistiheimil-
isins, hækkuðu hitann og létu heitt
vatn renna í baðkerin fyrir börnin.
Hrein, þurr föt komu skyndilega í
ljós og að lokum tók sjúkrabíll fjöl-
skylduna og ók henni til Twin Falls
spítalans, þar sem heimilislæknir
þeirra rannsakaði þau. Ekkert
þeirra þurfti frekari læknismeð-
höndlun, nema Phyllis sem fékk ökl
ann vafinn. Klukkan hálf fimm um
morguninn voru börnin komin í
svefn, heima hjá sér. Ben og Phyll-
is sátu yfir heitum kaffibollum. Þau
horfðu hvort á annað og reyndu að
gera sér grein fyrir hvað hafði hent
— og hvað ekki. „Ég hélt að ég
hefði misst þig,“ sagði Ben. Axlir
hans skulfu og hann grét af þakk-
læti. Nokkrum klukkustundum síð-
ar var fjölskyldan komin á fætur og
farin að sýsla umhverfis húsið. Krist
in og Karol kröfðust þess að fá að
fara í skólann og Jack bað um að
fá að fara á barnaheimilið. Þó að
Ben væri, í gleði sinni, hissa á end-
urbatamætti þeirra, vildi hann
hafa bau heima svo hann gæti horft
á þau. En þau réðu. Phyllis hökti
um í húsinu og gat ekki hætt að
brosa. Sally elti hana og kallaði,"
mamma, kappa saman höndu.“
Nokkrum klukkustundum áður
höfðu börnin klappað saman hönd-
um til að forðast kal. Phyllis klann
aði þeim nú saman af annarri á-
stæðu. Hún hafði kynnst óvissu Ufs
ins. Fiölskylda hennar hafði v°rjð
hrifin á brott frá henni. en síðan
skilað aftur. Hún vissi að bessi drg-
ur var fágæt gjöf.