Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 33
SJÓNIN PRÓFUÐ HEIMA
31
E m 3 E IU
inu með einhverju og barnið líkir
eftir því, sem hún bendir á með
handleggjum sínum.
TT’U’U’U’TP
Pi Pi Pi Pi Pi
Eftir nokkrar mínútur getur móð-
irin gengið úr skugga um, hvort
barnið getur lesið þriðju línuna,
með hvoru auga fyrir sig.
Ef svo er ekki, þá er nauðsynlegt
að barnið fari í rannsókn eða augn-
skoðun til sérfræðings.
Þegar fyrstu augnprófanir handa
heimilum voru tilbúnar, var það
kynnt um allar jarðir í fjölmiðlum
af heilbrigðisyfirvöldum á hverjum
stað.
Pantanir á spjöldum streyma nú
inn með slíkum ákafa, að fyrsta
milljónin er að verða uppseld. Önn
ur prentun er nauðsynleg á þessu
ári. Viðtökur fjöldans hafa verið
góðar og mjög þýðingarmiklar.
Bréf frá móður í Michigan-fvlki
sýnir þetta vel.
„Maðurinn minn og ég hefðum
aldrei gert okkur í hugarlund að
barnið hefði sjóngalla. Ég er því
mjög þakklát fyrir að við uppgötv-
uðum sjónskekkju Hillarys litla í
E-leiknum.“
Og Dr. William H. Havener í Col-
ombus, Ohio, skrifar:
„Heimilistækin til sjónprófunar
eru vel útbúin að öllu leyti, og ég
hvet eindregið til að notafæra sér
þau.“
Og einn af lærðustu sérfræðing-
um í augnlækningum Dr. A. G. De-
voe, segir:
„Því fyrr sem unnt er að prófa,
því fyrr er hægt að hefjast handa
til úrbóta og þeim mun meira árang
urs er að vænta.“
„Væri hægt að prófa sjón þriggja
ára barna yfirleitt, væri mikið af-
rekað á þessu sviði.“
„E-leikurinn“ er ekki eingöngu
heppilegur í baráttu við sjónskekkju
heldur einnig gegn ýmsum öðrum
sjóngöllum.
Væri hægt að vekja fleiri for-
eldra til umhugsunar um sjón sinna
barna, mætti einnig mjög bæta um
fyrir þeim sem eru nærsýn, hafa
ekki venjulega sjónvídd — eða eru
haldin sjóndepru.
Af 16 milljónum barna á aldrin-
um þriggja til sex ára í Bandaríkj-
unum, hafa 800 þús. sjóngalla. Tak-
markið er að prófa þau öll, svo að
rétt meðferð geti hafizt sem fyrst.
A hverju ári bætast milljónir í
hóp þriggja ára barna, svo eitt er
víst, þessi E-leikur verður enda-
laust í góðu gildi.
Þegar þú hefur haft allt af manneskju, er hún ekki lengur á valdi
þínu. Hún er aftur frjáls. Alexander Solsjenitsyn.