Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 21
BLÓMIN GERÐU KRAFTAVERK
19
bíl og bílstjórinn sagði, þegar ég
kynnti húsnúmerið.
„Já, einmitt, strætið með blóma-
pottunum.“
Og það hélt gatan okkar áfram að
heita.
Hér gæti sagan endað. En svo er
ekki. Og það er einnig saga út af
fyrir sig. Peggy Mann, rithöfundur
skrifaði barnabók, sem hún nefndi:
„Strætið með blómapottunum.“ Og
hún varð efni í sjónvarpsþátt.
En framleiðendur lentu í mesta
vanda, þegar kvikmyndun átti að
hefjast. Eftir að hafa árum saman
verið fyrirmynd í blómarækt hafði
94. röð breytzt svo mikið, að hún
gat ekki tilheyrt framar fyrri hluta
eða upphafi myndarinnar.
Þá völdu kvikmyndatökumenn-
irnir David og Susanna Tapper aðra
óþrifablokk á austur-Manhattan.
Þau settu nú hundruð blómakerja
í 400 glugga, og höfðu sömu blóm-
in og hjónin í 94. tröð og vinir
þeirra höfðu byrjað með, fáeinum
árum áður.
Þegar myndatökum var lokið,
urðu blómin eftir, þar sem þau
höfðu verið sett í þætti myndarinn-
ar.
En nú gerðust sömu undrin sem
fyrr. Ljósleit gluggatjöld birtust í
staðinn fyrir druslurnar, sem hangið
höfðu fyrir gluggunum. Dyr og
hurðir voru máluð. Skipt um rusla-
tunnur. Og á nokkrum laugardög-
um varð ljót óþrifablokkin að ljóm
andi fallegum blómareit.
„Allt í einu lá eithvað nýtt í loft-
inu,“ segir Tapper. „Blokkin" hafði
fengið vinalegan svip góðs nágrenn
is. Hún fékk líka verðlaun. Meira
en fimm hundruð „blokkir" víðs
vegar um New York höfðu gert
samband um keppni hver af götum
borgarinnar hefði „gert mest til að
bæta útlit sitt.“
Fyrstu verðlaun fékk Sjöunda
tröð milli C og D götu.
En samtímis höfðu töfrar blóma-
pottanna verið að verki í öðrum
hverfum. Síðan 1961 hefur Húsnæð-
ismálastjórn New York borgar
stofnað til keppni um bezta garð-
inn. Og samtímis sýna skýrslur að
mjög hefur dregið úr skemmdar-
verkum í borginni. ,
„Við höfum alltaf komizt að raun
um, að gróðurinn kallar á nærgætni
og umönnun okkar,“ segir Charles
A. Lewis, garðyrkjufræðingur for-
maður dómnefndar um hver hljóta
skuli verðlaun fyrir umgengni og
ræktun.
En hvað um bætandi áhrif gróð-
urs á skapgerð fólks —■ einkum borg
arbúa?
Garðyrkja gæti vel orðið aðferð
til mannræktar í okkar borgaralegu
eyðileggingu.
Ef til vill komst Lúi litli næst
þessu, þegar hann sagði við Peggy
Mann:
„Blóm er eiginlega sama og bros.“
Lýðræðið er eins og ástin. Það getur staðið af sér allar árásir,
nema skeytingarleysi. Paul Sweeney.