Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
kafaði niður og fálmaði eftir glugg
anum stýrismegin, sem hún hafði
sloppið út um. Hann var lokaður.
Hún kafaði aftur og aftur í hams-
lausri leit að opnum glugganum.
Henni datt ekki í hug að straumur-
inn bar hana nokkur fet í hvert
skipti, og hún var í rauninni að
klóra í afturrúðu í stað stýrisrúð-
unnar. Allt í einu tók hún eftir því
að ópin voru þögnuð. Dofin og rugl
uð stóð hún í vatninu, sgm nísti
merg og bein og hlustaði á þögn-
ina, meðan andlit hennar stirnaði
af kulda. Hún var alein. „Guð minn
góður, ég vil ekki vera alein hér
úti. 'É'g vil vera með fjölskyidu
minni. En eitthvað verð ég að gera.
Einhver verður að fá að vita hvað
gerðist."
Hún óð umhverfis bílinn, skreið
upp tíu feta háan árbakkann og
hljóp á gaddavírsgirðingu. Hún
skreið undir hana, en áttaði sig þá
á bví, að hún var á röngum árbakka.
Hún sneri við undir girðinguna og
hélt niður árbakkann, en þá sneri
hún öklann og datt. Þegar hún sett
ist upp, tók hún eftir því að stefnu-
Ijós bílsins blikkuðu stöðugt að
henni fannst, samhengislaust við
liðinn atburð, undir svörtu vatn-
inu. „Alein. Fallegu börnin mín
fiögur. Og Ben. Ben er líka dáinn.
Til hvers á ég að lifa?“
ÍS Á BRÚNNI
Þetta hafði verið dásamlegur
þakkargjörðardagur fyrir Robert-
son-fíölskylduna. Ben, 31 árs gam-
all, dökkhærður, grannur og ákaf-
ur, hafði unnið mikið að undan-
förnu, sem sölumaður hjá General
Electric Co. og hann átti inni sumar
leyfi. Hann hafði ekki haft mörg
tækifæri til að njóta barnanna
sinna — Kristin 8 ára, Karol 7 ára,
Jack 5 ára og Sally 22 mánaða —
og hann hlakkaði mikið til að kom-
ast í burtu með allri fjölskyldunni.
Onnur ósk var einnig ofarlega í
huga hans, þegar hann gekk inn á
heimili sitt í Twin Falls, Idaho, á
þriðjudagskvöldið 21. nóvember.
„Mig langar til að heimsækja gröf-
ina,“ sagði hann við konu sína, Phyl
lis, fallega 29 ára og ljóshærða.
Nokkrum árum áður, meðan þau
hjónin bjuggu í San Diego, höfðu
þau misst ungan son. „Börnin eiga
frí í skólanum. Við skulum aka
þangað.“
Fjölskyldan heimsótti gröfina,
eyddi fjórum ánægjulegum dögum
við heimsókn vina, komu við á
gömlum útiveruslóðum og léku sé’’
á ströndinni. Á sunnudagsmorgun
héldu þau af stað í hina löngu öku-
ferð heim. Klukkan 9.45 um kvöld-
ið bað Ben konu sína að taka við
stýrinu og sagði, „vektu mig þegar
við komum til Jackpot. Eg skal svo
aka þaðan og heim.“ Jackpot, lítið
spilavítis-þorp, sem lá sinn hvoru
megin við þjóðveg 93, við fvlkis-
mörk Idaho og Nevada, lá um það
bil klukkustundar akstur frá Twin
Falls. Síðan féll Ben í svefn með
Sally litlu þétt upp við hlið sé’-.
Hin þrjú börnin sváfu í aftursæN
inu.
Um þrem kílómetrum suðuv af
Jackpot, vissi Phillis að hún var í
vandræðum, í því að bíllinn fór
yfir litla brú yfir Shoshone-ána.