Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 89

Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 89
IRAN - LYKILL MIÐAUSTURLANDA 87 stúdentum, sem mæla gegn einveldi eða áhrifavaldi eins manns. Hann á þar einnig í höggi við ír- anska hryðjuverkamenn eins og þá, sem reyndu að ræna bandaríska ambassadornum Douglas McArthur og konu hans árið 1970 og myrtu nýlega amerískan hermálaráðgjafa í Teheran. Shainn sjálfur hefur oft naumlega sloppið úr greipum launmorðingja. írönsk yfirvöld hafa tekið af lífi marga slíka hryðjuverkamenn með vélbyssum, en samt hafa miklu fleiri fallið fyrir hendi uppreisnarmanna þessara. f dag virðist landið eingöngu í höndum einvaldsins. Og því er spurt: „Hvað verður, ef hann deyr?“ Og íranar eru áhyggjufullir. Nú þegar hefur hann gjört ráð fyrir stjórnartaumum í höndum drottningar sinnar sem heitir Farah, unz sonur þeirra, Reza, krónprins, 13 ára að aldri getur sezt í hásætið. En sem stendur er hinn 53 ára gamli einvaldur vægast sagt í fullu fjöri, girðandi land sitt hervörnum um leið og hann byggir þjóð sína upp hið innra á öllum sviðum. Hann er ákveðinn í því að gera íran traustasta veldið í púðurtunnu Miðausturlanda. Við vorum á ferð í París, og langferðabíllinn okkar varð að smjúga um þröngar götur fram hjá urmul lítilla fólksbíla, sem var lagt langt út á götu. Oft gripum við andann á lofti, þegar litlu munaði, að árekstur yrði. Bílstjórinn bölvaði í sífellu. Þá komum við inn í götu, sem var jafnvel enn þrengri, og við komumst ekkert áfram. Þá kom einum farþeganna ráð í hug. Hann og allmargir aðrir fóru út, lyftu litlum bíl, sem var í veginum og báru hann lítið eitt nær gangstéttinni. Bíllinn okkar komst dálítið lengra áfram. Síðan báru þeir litla bílinn aftur á þann stað, þar sem hann hafði verið. Þeir héldu þessu áfram, þangað til við komumst út úr hnútnum. Vegfarendur námu staðar og horfðu á okkur. Sumir brostu og sumir klöppuðu og enn aðrir hristu bara höfuðið. AÐ SJÁ BARA RAUTT Ég gladdist, þegar ég sá, að unga fólkið í bílnum á undan mér við umferðarljósin hafði sett merki, sem á stóð „Ef þú fylgir Jesú, þá flautaðu," aftan á bílinn sinn. Ég flautaði strax lítið eitt, og unga stúlkan við stýrið stakk höfðinu út um gluggann og kallaði: „Fjandinn hafi það, sérðu ekki, að það er enn rautt ljós?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.