Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 19
BLÓMIN GERÐU KRAFTAVERK
17
„Mér þykir þetta leiðinlegt,"
stamaði hann, „með blómin.“
„Það finnst mér líka,“ sagði ég.
„Eg vil vita, hver hefur verið hér
að verki.“
Carlos kipptist við og ók sér í
öxlunum og sneri frá. Þá heyrði ég
sjálfa mig segja:
„Bíddu andartak, Carlos, Ef —
við fáum önnur blóm, viltu þá verða
blómavörður fyrir mig. Við borg-
um.“
Aftur ók hann sér og sagði. „Því
ekki það.“ Svo hljóp hann niður
tröppurnar.
Þegar Bill kom heim varð hann
fokvondur. Hann hafði fréttirnar frá
Garcia. Carlos hafði slitið upp vafn-
ingsplöntu og slegið Clarence með
henni í andlitið.
Blómabardaginn barst til eyrna
ömmu Carlos, sem var ströng kona.
Það var hún, sem sendi hann til
að biðja fyrirgefningar. Blómin og
vafningsviðurinn hafði kostað okk-
ur 30 dollara. „Og hana nú,“ öskraði
Bill, „nú ætlar þú að eyða öðrum 30
dollurum í annan bardaga."
„Jæja,“ sagði ég „við skulum þá
fá „stjúpur“ í þetta sinn. Þær kosta
ekki mikið.“
VERSTA „BLOKKIN"
Þegar garðyrkjumaðurinn kom
aftur, var Carlos viðstaddur vopn-
aður tágsvipu. Hann hjálpaði til við
gróðursetninguna og lét sem hann
heyrði ekki hlátur og háðsglósur
hinna, strákanna.
Kannski voru þessar nýju plönt-
ur svo vesældarlegar að naumast
mundi taka því að tæta þær upp.
Eða voru það ógnanir Carlos um hýð
ingu fyrir að hrófla við þeim. Hvort
sem heldur var, þá þroskuðust þær
ágætlega og óáreittar og urðu hin
fegurstu blóm allt liðlangt sumarið.
Næsta sumar óttuðumst við ekk-
ert um blómin okkar. Enda snerti
þau enginn. Jenny, dóttir okkar, var
þá fædd og Fleeta Mae Bostie frá
N-Caroline komin til að gæta henn-
ar.
Kvöld nokkurt, þegar ég kom
heim, var allt svo undur kyrrt í
„blokkinni," og lögregluþjónn þar
á verði.
„Þeir hafa verið að berjast síð-
degis í dag,“ sagði Fleeta Mae. „All
ir Spánverjar annars vegar og svart
ir á móti.“ Og þegar ég flýtti mér
að koma barninu í rúmið, heyrði ég
eitthvert þrusk úti fyrir. Ég hljóp
út að glugganum. Lögregluþjóninn
beygði sig, þegar múrsteinn flaug
bak við höfuð hans. Þar næst þutu
flöskur og fleiri steinar fram hjá
í loftinu.
Litlir herbílar komu í ljós og sí-
renuvæl heyrðist í fjarska. Lög-
regluforingi skipaði fólki að hypja
sig niður af húsþökunum. Flöskur
og steinar dundu á gangstéttunum.
Og þegar við Fleeta störðum út á
strætið gegnum ósköpin og óskuð-
um að Bill færi að koma, sáum við
lögregluþjóna með hjálma
skjóta einu skoti af öðru yfir hús-
þökin. Að síðustu náðust árásar-
mennirnir niður.
Um klukkan 11 var allt með kyrr
um kjörum og kvöldhringing fyrir-
skipuð. Næstu daga voru blöðin full
af fréttum frá þessari verstu ,blokk‘
í borginni.