Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 81
FRÆKILEG HJÁLP Á HÆTTUSTUND
19
nálgaðist þetta skip Rumbu um kl.
8 að morgni.
Ástand Rumbu var nú hið versta.
Hún titraði stöðugt enda á mílli.
Skellirnir á þilfari líktust stöðugri
stórskotahríð.
„Verið viðbúnir að yfirgefa skip-
ið,“ var skipun skipstjórans.
Engum björgunarbáti var fært út
á sjóinn án þess að brotna eða
tætast sundur á augabragði.
Rumba hafði raunar sex manna
gúmbát, sem áhöfnin batt við skip-
ið sterkum böndum, eftir að hafa
látið hann síga niður.
Sex manns af áhöfninni bjóst til
að stökkva út í gúmbátinn og von
uðust til að reka í áttina til Smit-
Lloyd.
Báturinn hoppaði og skoppaði,
hneig og reis á fjallháum brekum
ýmist móts við reiða skipsins eða
20 fetum neðar.
Af frábærri leikni tókst sexmenn
ingunum að komast um borð í bát-
inn, sem var strax losaður við Rum
bu, þar eð hann gat auðveldlega
flækst í reiða og böndum. Og ailir
náðu þessir 6 menn heilu og höldnu
gegnum freyðandi öldurnar áleið-
is til Smit-Lloyd.
1. stýrimaður á Lloyd, Tonnie
Bakker, stjórnaði björgun báts-
manna frá þilfari skips síns.
Reynt var að varpa taugum á
milli báts og skips. en allar fyrstu
tilraunir mistókust. Starfið tók
klukkustund og mennirnir í gúm-
bátnum voru nær meðvitundar-
lausir af kulda og vosbúð. Samt
revndust þeir færir um að skreið-
ast unp skipsstigann upp á þilfar.
Allir nema einn spánskur 19 ára
piltur Diaz Salas að nafni. Hann
hafði flækt, fæturna í lausri línu.
Allt í einu fann hann sig hanga i
lausu lofti með höfuðið niður í öldu
toppa Atlantshafsins, ískaldar vetr
arbárur.
En kattlipur og með eldingar-
hraða vatt Bakker sér niður stig-
ann og út í gúmbátinn, sem enda-
sentist á æstum sjónum. Hann
greip Salas, hjó hann lausan, batt
meðvitundarlausan piltinn í kaðal,
og hann var drgeinn um borð í
Smit-Lloyd.
Skipstjórinn á Rumbu hafði
fylgst nákvæmlega með þessu öllu.
Honum fannst sem björgun í gúm-
bátnum væri enn meiri hætt.a en
dvölin í hans eigin aðþrengda skipi
og bannaði því þeim, sem eftir voru
um borð af skipshöfninni að fara
aðra ferð á milli.
Klukkan að verða fjögur síðdeg-
is kom þyrla frá Sydney. Flugmað-
urinn Don Campbell hnitaði marga
hringi yfir hoppandi og skellandi
skipinu. En hann sá enga leið til
björgunar, ekki síst af því að nú
dimmdi að nóttu.
„Komum aftur í dögun,“ kallaði
hann í talstöðina og tók stefnu til
Sedco. Þar tók hann eldsneyti og
leyfði sinni fimm manna áhöfn að
fá sér blund.
Á meðan revndi áhöfn Straat-
mans að koma drátartaug um borð
í Rumbu. Þótt hann ætt.i á hættu
ægilegan árekstur komst hann svo
nálægt, að ekki voru nema 25 m á
milli skipanna, skaut briggja punda
línu, en án árangurs. Áhöfn Rumbu
var ekki fær um að handsama hana.
Bakker var nú búinn að skipta