Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 117

Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 117
ÓVINUR VIÐ HLIÐIN 115 Konings skaut hann nefnilega í öxlina. Burðarmenn báru hann í sjúkraskýli. Laitsev beið enn á- tekta. Þegar hann beindi sjónauk- anum aftur út á vígvöllinn, hnitmið aði hann hringmyndað svæði fram- undan sér. Til hægri var ónýtur tankur til vinstri kúlnageymsla. Hann gaf tanknum engan gaum. Enginn heiðarlegur skæruliði gæti notazt við svo vesældarlegt skýli. Kaðallinn í kúlnageyminum var orðinn trosnaður. Enn hélt hann áfram að virða þetta fyrir sér í kíkinum. Allt í einu datt honum í hug að trosnaða kaðaldótið gæti verið fyrirtaks fylgsni. Hann hengdi hanzka á spýtu og rétti hana upp í loftið. Riffilskot kvað við. Og hann kippti að sér hanzkanum. Zaitsev hafði rétt fyrir sér. Kon- ings var þarna bak við draslið. „Já, þarna ér höggormurinn," hvíslaði Kulikov. Rússarnir fundu nú út. hvernig helzt yrði að blinda Þjóðverjann með sólskini beint í augun, þegar liði á daginn, ef þeir hefðu sólina í bakið. Næsta morgun bjuggust þeir fyr- ir í nýju hreiðri. Kulikov skaut einu skoti út í bláinn til að vekja for- vitni Þjóðverjans. Því næst hreiðr- uðu Rússarnir um sig og biðu á- tekta. Síðla dags voru þeir huldir skugga Konings til mikils óhagræð is. Zaitsev hnitmiðaði nú sjónauk- ann að felustað Þjóðverjans. Allt í einu glitti á gler við málm- rönd geymisins. Kulikov rétti hjálm inn sinn hægt upp úr fylgsninu. Kon ings skaut á augabragði og Kuli- kov reis upp og öskraði sannfær- andi. Sigri hrósandi lyfti Þjóðverj- inn höfði til að sjá betur fórnardýr- ið. En þá fékk hann kúlu beint á milli augnanna frá Vassili Zaitsev. HÆTTA ÚR NORÐRI Allan októbermánuð gerðu Þjóð- verjar hverja tilraunina á fætur ann arri til að ná þrem helztu verk- smiðjunum í nánd við Mamaev-hæð. Og 20. okt. höfðu þeir náð traktora- smiðjunni og brotizt inn í stóru byssuverksmiðjuna og meira að segja svæði þar fyrir sunnan. Þarna var barizt um byggingu eftir byggingu, kjallara eftir kjall- ara, sprengjuholu eftir sprengju- holu. Aðeins á þrem dögum missti Chuikow 13. þús. manns, þriðjung liðsafla síns. Nóttina 14. október komu 3500 særðir til sjúkraskýlanna við Volgu. Meðan þeir biðu eftir björgunarbát freyddi fljótið bókstaflega af kúlna- regni og sprengjukasti. Og þegar bát arnir komu loks að landi var varla nokkur eftir á lífi af áhöfnunum til að koma hinum særðu um borð. Tjón Þjóðverja var einnig átakan legt. Fimm stórskotaliðsfylki nær 3000 manns misstu þriðjung þeirra á nokkrum dögum. Foringi þeirra Herbert Selle viðurkenndi þetta tjón í bréfi til foreldra sinna: „Mörg tár munu falla í Þýzka- landi. Heill þeim, sem ekki bera á- byrgð á þessum hryllilegu fórnum." Stalingrad var ekki lengur þess virði í augum Herberts' Selle. Hann fann að hér voru aðeins hégómleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.