Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 117
ÓVINUR VIÐ HLIÐIN
115
Konings skaut hann nefnilega í
öxlina. Burðarmenn báru hann í
sjúkraskýli. Laitsev beið enn á-
tekta. Þegar hann beindi sjónauk-
anum aftur út á vígvöllinn, hnitmið
aði hann hringmyndað svæði fram-
undan sér. Til hægri var ónýtur
tankur til vinstri kúlnageymsla.
Hann gaf tanknum engan gaum.
Enginn heiðarlegur skæruliði gæti
notazt við svo vesældarlegt skýli.
Kaðallinn í kúlnageyminum var
orðinn trosnaður.
Enn hélt hann áfram að virða
þetta fyrir sér í kíkinum. Allt í
einu datt honum í hug að trosnaða
kaðaldótið gæti verið fyrirtaks
fylgsni.
Hann hengdi hanzka á spýtu og
rétti hana upp í loftið. Riffilskot
kvað við. Og hann kippti að sér
hanzkanum.
Zaitsev hafði rétt fyrir sér. Kon-
ings var þarna bak við draslið.
„Já, þarna ér höggormurinn,"
hvíslaði Kulikov.
Rússarnir fundu nú út. hvernig
helzt yrði að blinda Þjóðverjann
með sólskini beint í augun, þegar
liði á daginn, ef þeir hefðu sólina í
bakið.
Næsta morgun bjuggust þeir fyr-
ir í nýju hreiðri. Kulikov skaut einu
skoti út í bláinn til að vekja for-
vitni Þjóðverjans. Því næst hreiðr-
uðu Rússarnir um sig og biðu á-
tekta. Síðla dags voru þeir huldir
skugga Konings til mikils óhagræð
is. Zaitsev hnitmiðaði nú sjónauk-
ann að felustað Þjóðverjans.
Allt í einu glitti á gler við málm-
rönd geymisins. Kulikov rétti hjálm
inn sinn hægt upp úr fylgsninu. Kon
ings skaut á augabragði og Kuli-
kov reis upp og öskraði sannfær-
andi. Sigri hrósandi lyfti Þjóðverj-
inn höfði til að sjá betur fórnardýr-
ið. En þá fékk hann kúlu beint á
milli augnanna frá Vassili Zaitsev.
HÆTTA ÚR NORÐRI
Allan októbermánuð gerðu Þjóð-
verjar hverja tilraunina á fætur ann
arri til að ná þrem helztu verk-
smiðjunum í nánd við Mamaev-hæð.
Og 20. okt. höfðu þeir náð traktora-
smiðjunni og brotizt inn í stóru
byssuverksmiðjuna og meira að
segja svæði þar fyrir sunnan.
Þarna var barizt um byggingu
eftir byggingu, kjallara eftir kjall-
ara, sprengjuholu eftir sprengju-
holu.
Aðeins á þrem dögum missti
Chuikow 13. þús. manns, þriðjung
liðsafla síns.
Nóttina 14. október komu 3500
særðir til sjúkraskýlanna við Volgu.
Meðan þeir biðu eftir björgunarbát
freyddi fljótið bókstaflega af kúlna-
regni og sprengjukasti. Og þegar bát
arnir komu loks að landi var varla
nokkur eftir á lífi af áhöfnunum til
að koma hinum særðu um borð.
Tjón Þjóðverja var einnig átakan
legt. Fimm stórskotaliðsfylki nær
3000 manns misstu þriðjung þeirra
á nokkrum dögum. Foringi þeirra
Herbert Selle viðurkenndi þetta
tjón í bréfi til foreldra sinna:
„Mörg tár munu falla í Þýzka-
landi. Heill þeim, sem ekki bera á-
byrgð á þessum hryllilegu fórnum."
Stalingrad var ekki lengur þess
virði í augum Herberts' Selle. Hann
fann að hér voru aðeins hégómleg