Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 49
HENRY FORD SÚPERSTJARNA
47
sínum, nema að stjórnarfundur sé
á dagskrá. En hann yfirgefur sjaid-
an smekklega skrifstofuna, á efstu
hæð aðalskrifstofubyggingarinnar
fyrr en klukkan 7 að kvöldi og á
stundum vinnur hann svo lengi
fram eftir að hann fer alls ekki heim
til sín, en eyðir nóttinni í lítilli íbúð
við hlið skrifstofunnar.
SAMBANDSLEYSI
Ef Ford er sannfærður um eitt-
hvert atriði, hikar hann ekki við að
nota vald sitt með ákveðni. Fyrir
tveim árum, þegar fyrirtækið hóf
að byggja glæsilega nýja málm-
steypu, lagði Ford til við William D.
Innes, aðstoðarframkvæmdastjóra,
að gamla Rover Rouge-málmsteypan
yrði jöfnuð við jörðu — hryllings-
bygging sem hafði verið tákn ó-
mennskra vinnuskilyrða. Innes, sem
sjálfur var viljasterkur maður, sá
fyrir sér önnur not fyrir hluta bygg-
ingarinnar og mótmælti. Að lokum,
á fundi í framkvæmdanefndinni,
spurði Ford Innes að því, hvort í
fjárhagsáætluninni fyrir 1973, væri
gert ráð fyrir framlagi til niðurrifs
málmsteypunnar. Innes svaraði:
,.Ég er nú tilbúinn að rökræða það
mál nánar.“ Ford svaraði þegar í
stað, ,,þú varst að ljúka þeim rök-
ræðum.“ í fyrirtæki sem Ford-fyr-
irtækinu, jafnvel frekar en þar, sem
vald og eignahald framkvæmdastjór
ans er takmarkað, er alltaf alvarieg
hætt á að metorðagjarnar undirsát-
ur segi húsbóndanum aðeins það,
sem beir halda að hann vilji heyra.
Fnrd gerir sér fulla grein fvrir því
vandamáli og er ásóttur af þeim
mö"uleika, að einmitt slíkt sam-
bandsleysi hafi leikið hlutverk, í
því sem hann trúir að hafi verið
einn af lægðarpunktum lífsstarfs
hans. Þetta var þegar upp komst á
síðastliðnu ári, að nokkrir vélfræð-
ingar höfðu framkvæmt óheimilaða
viðhaldsvinnu á vélum sem verið
var að gera tilraunir með til upp-
fyllingar lágmarksskilyrða sam-
bandsstjórnarinnar á útblæstri bif-
reiða — og höfðu síðan falsað niður
stöðurnar. Hverjir sem gallar Henry
Fords kunna að vera, er hann með
eindæmum heiðarlegur. Þó viður-
kennir hann að einhverjir innan fyr
irtækisins kunni að hafa verið af-
vegaleiddir vegna hinna sterku op-
inberu yfirlýsinga, er hann hefur
gefið varðandi hinar hörðu ráðstaf-
anir í lögum um útblástur bifreiða.
..Ég get ekki enn fellt mig við þessi
lög," segir hann, ,,og ég held að það
ætti að breyta þeim. En maður verð