Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 82
80
um föt eftir björgun Spánverjans
og aftur kominn upp á þiljur.
„Ég vil reyna að komast á skips-
bátnum á milli,“ sagði hann.
í björgunarvesti og bundinn í
taug um mittið lagði Bakker af
stað.
Þótt skipsbáturinn gæti ekki
sokkið, þar sem hann hossaðist eins
og skopparakringla á trylltum óld-
unum gat hann auðveldlega koll-
steypst og einhver þessara yggldu
toppa gat að sjálfsögðu orðið hon-
um að bana. En með ítrustu var-
kárni lét hann skipsbátinn reka
upp að hlið Rumbu. Milli þrumu-
árása æstra sjóa á skipið, tókst hon
um að festa hönd á kaðalstiga. Út-
réttar hendur brugðu nú skjótt við
til að hala hann um borð.
Straatman skipstjóri skaut nú síð
ustu línunni sinni upp á þilfar Rum
bu. Og loks voru nú skipin samein-
uð dráttartaug.
Þetta var kl. hálf sex að kvöldi.
En næsta höfn var í 300 mílna fjar
lægð, í St. John á Nýfundnalandi.
Möguleikar til að ná þangað væg-
ast sagt í lágmarki.
Að morgni kom þyrlan aftur og
ákveðið var að lyfta öllum mönn-
um af Rumbu um borð í hana, þar
á meðal Bakker, þótt mikil hætta
væri á því, að einhver biði bana
eða þyrlan rækist í yfirbyggingu
skipsins.
Campbell flugstjóri staðsetti
flug sitt nákvæmlega vfir þilfar-
inu. Hann varð að máta þessa stöðu
þrisvar, taka tillit til vindhraða og
sveiflna skipsins upp og niður aft-
ur og fram.
ÚRVAL
Leo Whymott, sem átti að stjórna
tauginni gaf fyrirskipanir:
„Dálítið neðar — aðeins til hægri
— kyrr nú — kyrr nú— kyrr.“
Með björgunarvindu hófu þeir
að draga einn af öðrum upp í þyrl
una. Og að lokum var sá síðasti
tekinn um borð af þilfari, heilu og
höldnu og flogið til St. Johns.
Að Bakker brottfluttum var
Straatman skipstjóri sá eini, sem
ábyrgð bar á því að unnt yrði að
koma Rumbu til hafnar, með allan
farminn. Hann varð að standa í
brúnni allar þessar 300 mílur með
þetta þunga veltandi skip í togi.
Og þó hafði hann nú þegar átt heila
svefnlausa nótt. Tvær mílur í við-
bót var hið minnsta sem um var
að ræða.
Hægt og hægt þokaðist þett.a par
áfram norður gegnum öldur og
storma, sem jukust fremur en þeir
minnkuðu.
Snjór lagðist á þilför. Vindhrað-
inn komst upp í 80 hnúta.
En áfram þokaðist Smit-Llovd í
gegnum rok og myrkur. Straats-
man stýrði þannig að taugin lægi
jafnan bein og slakalaus á milli
skipanna, jafnvel þótt Rumba væri
oft ósýnileg úti í sortanum.
Ef slaknaði á kaplinum var hæH
við að rykkur kæmi á hann og allt
færi í strand. Ef hann færi hins
vegar of hratt, mundi kapallinn ef
til vill slitna, eða taka með sé"
bita úr borðstok Rumbu.
Undir miðjan morgun birti loks
svo til að unnt var að greina. að
Rumba væri enn á floti. En brír af
vögnunum, sem voru á þilfari h'mn
ar höfðu nú steypst í sjóinn.