Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
ur hún orðið upphaf að ákaflega
miklum sjóngöllum og jafnvel al-
gjöru sjónleysi eða truflunum. Og
það alvarlegasta er, að þetta verður
býsna oft svona.
Sjóngallar, þar á meðal ambly-
opia finnast hjá einu af hverjum
20 börnum á þriggja til sex ára
aldri.
Skólaprófun á sjón barnanna er
oft of seint á ferðinni til að unnt
sé að laga þessa galla.
Dr. Irving H. Leopold, formaður
sjónprófunardeildar við Mt. Sinai-
sjúkrahús í New York dregur þarna
markalínu við sex ára aldur.
Allt til þess aldurs er unnt að laga
sjónskekkju eða „letisjón11, með því
að setja plástur fyrir heilbrigða aug
að á barninu í einn eða tvo mán-
uði.
Þetta neyðir „lata augað“ til að
ná venjulegri sjóngetu. Eftir 6 ára
aldur er þessi meðferð næstum ó-
möguleg og leiðinleg og árangur ó-
viss.
Ilvernig á að sigra sjónskekkjuna?
Fjöldaprófun á sjón ungra barna
var auðvitað eina leiðin. Raunar
hafði þetta verið gert í smáum stíl
alla tíð frá 1926, þar sem æfðar
hjúkrunarkonur prófuðu sjón barn
anna á dagheimilamiðstöð í New
York borg. Og þar kom einmitt í
ljós, hve algengir slíkir gallar eru.
En könnun yfir allt landið, gerð
af sérfræðingum virtist óframkvæm
anleg.
Sérfræðingunum fannst hins veg-
ar að almenningur gæti ekki gert
þetta. Og það var ekki fyrri en 1960
að loksins var talið að heppileg
prófunaraðferð væri fyrir hendi.
Sannanir lágu fyrir frá sérfræði-
legum könnuðum, að næstum allir
foreldrar ættu að geta g'jört þetta
á auðveldan og einfaldan hátt,
framkvæmt áreiðanlega sjónkönnun.
Og „E-leikurinn“ — sjónprófun
heimilanna sjálfra var tekin til fram
kvæmda árið 1972 af Blindravinafé
lagi landsins eða réttara sagt banda-
rískum samtökum til að koma í veg
fyrir sjónleysi.
Notað er spjald tveggja feta langt
sem er hálft fet á breidd, það er
fannhvítt á lit. Síðan er barni feng-
ið hálfs fets spjald með stóru,
svörtu E, sem það getur snúið fyrir
sér á alla vegu og lært að þekkja í
ýmsum stellingum.
Þá er annað kort, með fjórum E-
línum á ýmsa vegu og hver stelling
sýnir dálítið minna E.
Þriðja línan er með fimm E-um,
hvert þrjá áttundu úr þumlung á
hæð og kvartþumlung á breidd. Er
þetta próflínan. Það er sú, sem barn
á að vera fært um að greina eða
„lesa“ með öðru auganu.
Þetta eru um 1 sm og um Vi sm.
Móðirin kennir nú barninu fyrst
að mynda stórt E með örmunum,
meðan hún heldur því á ýmsa vegu.
Þá setur hún kortið á veginn, helzt
þar sem ekki er gluggi en þó vel
bjart og ekkert sem dregur úr birtu
eða er truflandi í umhverfinu.
Kortið eða spjaldið á að vera
beint fyrir augum barnsins, þar sem
það situr í stól í tíu feta fjarlægð.
Einhver augnalappi eins og smá-
plastplata er svo sett fyrir augu
barnsins á víxl.
Svo bendir móðirin á E-in á spjald