Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL,
hann aukningu og stækkun allra
verksmiðja og afgreiðslustöðva.
Fyrir nokkrum árum vantaði Ir-
an vélakost til steinolíuframleiðslu
og hreinsunarverksmiðjur, og þá
ekki síður sérfræðinga í þessum iðn-
aði.
Nú er þetta gjörbreytt. Nóg til af
sérfræðingum, sem lært hafa bæði
heima í íran og utanlands.
Og á eyjunni Kharg norðan til í
Flóanum er tilbúið olíugos, mesta
olíuhleðslustöð heims, nógu af-
kastamikið til að hlaða 12 200 þús.
smálesta geyma á klukkustund.
„Við ætlum okkur að ná sambæri
legum lífskjörum og Evrópuþjóðir.“
Olían veitir íran stjórnarfarsleg-
an og hernaðarlegan mátt, en ekki
kveikir hún síður efnahagslega vel-
gengni, einn öruggasta efnahags-
grundvöll í heimi.
íran er nú kallað „Japan Miðaust
urlanda." Þetta land þrjátíu milljón
íbúa, hefur aukizt um 11 prósent að
þjóðarhag árlega síðastliðin fimm
ár og mun hafa aukið þjóðarfram-
leiðslu sína um 32 milljarða dala að
lokinni fimm ára áætlun sinni 1978.
Ekki er annað hægt en dást að
brunandi framförum og þróun Ir-
ans, þegar ekið er eftir einni ný-
tízku breiðgötu í Teheran, Pahlavi-
Boulevard, skreytta trjám.
Fyrir einum 20 árum var Teheran
borg asna og vagna með viðarhjól-
um. Nú er þarna þotið um strætin
á 300 þús. bifreiðum, flutningabíl-
um og strætisvögnum, og blöð vara
nú þegar við vaxandi mengun.
Hvert sem litið er blasa við há-
reistar skrifstofubyggingar, „blokk-
ir“ og skýjakljúfar, hótel og þægi-
leg íbúðarhús, sem virðast bókstaf-
lega hafa þotið upp fyrirvaralaust.
En sölubúðir sem uppfylla allar ósk
ir kröfuharðra neytenda brosa með
fullum sýningargluggum.
Og þótt lengst hafi verið stjórnað
af hinum svonefndu „þúsund fjöl-
skyldum,“ sem ráða yfir ógrynnis-
auði, þá er íran á hraðri leið til fé-
lagslegrar og efnalegrar velmegun-
ar almennings. Miðstéttir eru á upp
leið. Og þótt enn sé skartað síðklæð
um og andlitsblæjum, birtast marg-
ar konur í buxnadragt á strætum að
hætti Vesturlandabúa.
Þær hafa kosningafrelsi írönsku
konurnar og rétt til skilnaðar við
eiginmann sinn og þær vinna sem
kennarar, borgarstarfsmenn, félags-
ráðgjafar, dómarar og verzlunar-
stjórar.
Fyrsta stálverksmiðja írans, stað
sett í eyðimörkinni um 40 mílur
suður af Jsfahan-borg hóf starfsemi
sína 1971 og var fjármögnuð að
hluta frá Sovét, en í staðinn vilja
Rússar fá býsnin öll af jarðgasi
eftir 700 mílna pípulögn.
íranar hafa sérstaka áætlun og
markmið með þessum stáliðnaði.
Hann á að nema fjögurra milljón
tonna framleiðslu innan tíu ára og
reisa skal til þess nýja borg í eyði-
mörkinni handa sjötíu og fimm þús
und íbúum.
Meðfram strönd Persaflóa frá Ab
adan til Bandar Shaphur, breiða sig
olíuvinnslustöðvar.
Og á síðustu fimm árum hafa ná-
lægt 500 nýjar verksmiðjur hafið
störf á þessum slóðum í íran og
framleiða árlega fyrir 500 milljón-
ir dala.