Úrval - 01.11.1973, Side 86

Úrval - 01.11.1973, Side 86
84 ÚRVAL, hann aukningu og stækkun allra verksmiðja og afgreiðslustöðva. Fyrir nokkrum árum vantaði Ir- an vélakost til steinolíuframleiðslu og hreinsunarverksmiðjur, og þá ekki síður sérfræðinga í þessum iðn- aði. Nú er þetta gjörbreytt. Nóg til af sérfræðingum, sem lært hafa bæði heima í íran og utanlands. Og á eyjunni Kharg norðan til í Flóanum er tilbúið olíugos, mesta olíuhleðslustöð heims, nógu af- kastamikið til að hlaða 12 200 þús. smálesta geyma á klukkustund. „Við ætlum okkur að ná sambæri legum lífskjörum og Evrópuþjóðir.“ Olían veitir íran stjórnarfarsleg- an og hernaðarlegan mátt, en ekki kveikir hún síður efnahagslega vel- gengni, einn öruggasta efnahags- grundvöll í heimi. íran er nú kallað „Japan Miðaust urlanda." Þetta land þrjátíu milljón íbúa, hefur aukizt um 11 prósent að þjóðarhag árlega síðastliðin fimm ár og mun hafa aukið þjóðarfram- leiðslu sína um 32 milljarða dala að lokinni fimm ára áætlun sinni 1978. Ekki er annað hægt en dást að brunandi framförum og þróun Ir- ans, þegar ekið er eftir einni ný- tízku breiðgötu í Teheran, Pahlavi- Boulevard, skreytta trjám. Fyrir einum 20 árum var Teheran borg asna og vagna með viðarhjól- um. Nú er þarna þotið um strætin á 300 þús. bifreiðum, flutningabíl- um og strætisvögnum, og blöð vara nú þegar við vaxandi mengun. Hvert sem litið er blasa við há- reistar skrifstofubyggingar, „blokk- ir“ og skýjakljúfar, hótel og þægi- leg íbúðarhús, sem virðast bókstaf- lega hafa þotið upp fyrirvaralaust. En sölubúðir sem uppfylla allar ósk ir kröfuharðra neytenda brosa með fullum sýningargluggum. Og þótt lengst hafi verið stjórnað af hinum svonefndu „þúsund fjöl- skyldum,“ sem ráða yfir ógrynnis- auði, þá er íran á hraðri leið til fé- lagslegrar og efnalegrar velmegun- ar almennings. Miðstéttir eru á upp leið. Og þótt enn sé skartað síðklæð um og andlitsblæjum, birtast marg- ar konur í buxnadragt á strætum að hætti Vesturlandabúa. Þær hafa kosningafrelsi írönsku konurnar og rétt til skilnaðar við eiginmann sinn og þær vinna sem kennarar, borgarstarfsmenn, félags- ráðgjafar, dómarar og verzlunar- stjórar. Fyrsta stálverksmiðja írans, stað sett í eyðimörkinni um 40 mílur suður af Jsfahan-borg hóf starfsemi sína 1971 og var fjármögnuð að hluta frá Sovét, en í staðinn vilja Rússar fá býsnin öll af jarðgasi eftir 700 mílna pípulögn. íranar hafa sérstaka áætlun og markmið með þessum stáliðnaði. Hann á að nema fjögurra milljón tonna framleiðslu innan tíu ára og reisa skal til þess nýja borg í eyði- mörkinni handa sjötíu og fimm þús und íbúum. Meðfram strönd Persaflóa frá Ab adan til Bandar Shaphur, breiða sig olíuvinnslustöðvar. Og á síðustu fimm árum hafa ná- lægt 500 nýjar verksmiðjur hafið störf á þessum slóðum í íran og framleiða árlega fyrir 500 milljón- ir dala.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.