Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
Sp: Til dæmis hvað?
Sv: í fyrsta lagi skulum við gera
okkur grein fyrir því, að við leitum
hamingjunnar á röngum stað. Ham-
ingjan er ekki utan okkar, hún býr
með sjálfum okkur. Margir gera sér
ekki grein fyrir þessu. Það er eins
og við séum að bíða eftir leyfi til
þess að geta notið lífsins, en þetta
leyfi getur enginn veitt nema við
sjálf. Við verðum að gera okkur
ljóst, að við erum sjálf ábyrg fyrir
hamingju okkar.
Sp: Ef þessu er þannig varið, ef
við þyrftum aðeins að þrýsta á ein-
hvern töfrahnapp t.il þess að öðl-
ast hamingjuna, hvers vegna gera
það bá ekki allir?
Sv: Það er enginn slíkur töfra-
hnappur til. En það er til afstaða
eða viðhorf. Þegar við förum að ger
ast ábyrg fyrir lífi okkar breytist
afstaða okkar til allra hluta, en við
erum trea til að t.aka á okkur þessa
ábyrgð. Við vilium miklu heldur
kenna einhverjum öðrum um van-
sæld okkar heldur en að reyna að
bæta úr henni sjálf. Við tölum jafn-
vel um tilfinningar okkar eins og
þær væru gestir utan úr geimnum.
Við lítum á okkur sem varnarlausar
verur á valdi einhverra dularfullra
afla.
Sp: En tilfinningalíf okkar er sí-
felldum brevtingum undirorpið oe
oft vit.um við ekki af hveriu þessa^
sveiflur stafa. Ef ég er reiður eða í
slæmu skapi út af einhverju, bá get
ég ekki ráðið við þessar tilfinningar.
Hafi eitthvað komið fyrir mig og
sært mig. hef ég bá leyfi til að vera
særður eða reiður?
Sv: Vissulega. En það er óþarfi
að vera á valdi slíkra tilfinninga
lengi, en það vill einatt brenna við
hjá fólki. Menn gera ýmislegt, sem
leiðir af sér gremju eða vanlíðan,
en segja svo, að þeir hafi ekki getað
gert að því. Það er rangt. Þeir hefðu
getað losnað við óþægindin með
réttri hegðun.
Sp: Hvernig?
Sv: Fyrst verður maður að taka
mjög mikilsverða ákvörðun: Vill
maður láta sér líða vel eða illa, er
maður sinn eigin samherji eða ó-
vinur? Þetta kann að hljóma skringi
lega, en menn eru oft sjálfum sér
verstir. Ef maður vill forðast að
verða sinn eigin bölvaldur, gerir
maður það, sem skapar vellíðan, en
ekki hitt sem veldur vansæld.
Sp: Er ekki hægt að lýsa þessu
nákvæmar?
Sv: I fyrsta lagi verða menn að
gera sér ljósa sína eigin verðleika,
meta eigin afrek. Ef maður hefur t.
d. gert eitthvað, sem maður er stolt
ur af, á maður að hugsa svolítið um
það annað veifið, njóta sinnar eisin
viðurkenningar. Hví skyldu menn
aðeins’minnast ósigra en ekki sigra?
Margir dáleiða sig með neikvæð-
um hugsunum. Þeir segja við sjáifa
sig: Ég er mesta vandræðamann-
eskja, sem ekkert nema illt hlýst af,
en ég get ekkert að því gert. í stað
slíkra hugsana ættu menn að telja
kiark í sjálfa sig, styrkja sjálfsálit
sitt. Það er ekki hægt að fram-
kvæma neitt nema maður trúi því
að bað sé framkvæmanlegt.
í öðru lagi verða menn að standa
við heit sín, þótt þeim kunni að
veitast það erfitt. Ef þú trassar eitt-
hvað, sem þú þarft að gera, þá skalt