Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 93
NIKÓTÍN — NÆRMYND DAUÐANS
91
drepur fullfrískan mann á au.ga-
bragði.
Og það er staðreynd, að álitið er
að áhrif eitursins, nikotíns, orsaki
fleiri dauðsföll árlega en hið skæð-
asta fíkniefna hass eða heroín.
Aðal hættan af íóbaksneyzlu staf-
ar af því að hún opnar leið til á-
hrifa ýmsum krabbameinsfrumum,
með eitrinu í sígarettureykingum.
Með hliðsjón af aukningu dauðs-
falla og sígarettureykingum, eru
þær nú taldar frumorsök 360 þús-
und dauðsfalla á ári, eða að með-
altali 1000 manns á dag í Banda-
ríkjunum.
Af orsökum sígarettureykinga til
myndunar krabbameins eru sm vcl
þekktar eða sameinaðar vísindalega
samkvæmt upplýsingum frá Krabba
meinsrannsóknastöð ríkisins.
En auk þess eru 15—20 aðrar te?-
undir taldar líklegar af völdum
reykinga að meira eða minna leyti.
Þar á meðal er eitt banvænasta eit-
ur, sem þekkist hydrogen cyanide
í sígarettureyk.
Auk þess er í reyknum carbon
monoxide í minnsta kosti þúsund
sinnum ríkara mæli eða meira
magni en levfilegt er í venjulegu
umhverfi.
I dag eru dauðsföll af orsökum
sígarettureykinga sjö sinnum fleiri
en dauðaslys á vegum og á tveim
mánuðum er þessi ægilega tala mun
hærri en tala allra þeirra Amerí-
kana, sem fallið hafa á 12 árum í
Víetnam stríðinu.
Þetta eru aðeins hin þekktu dauðs
föll af orsökum sígarettureykinga.
En hvað um hin óþekktu?
Hjartasjúkdómar til dæmis eru
orsök milljón dauðsfalla árlega í
Bandaríkjunum, meira en helmingi
allra annarra orsaka samanlagt.
Samkvæmt yfirlýsingu dr. Altons
Ochsner, formanns hinnar frægu
Ochsner heilsugæzlu í New Orleans
og þekktasta lungnaskurðlæknis
landsins eru dauðsföll af kransæða
sjúkdómum verulega sigarettureyk
ingum. að kenna. Og dr. Ochsner
telur þrjár aðalástæður fyrir þessu.
SÚREFNISSKORTUR
Lungnasjúkdómar eins og lungna
þemba eða hrygla, sem er oftast al-
gjörlega afleiðing reykinga, auka
erfiði hjartans að miklum mun með
of mikilli eða of lítilli blóðsókn til
lungnasekkjanna. En einmitt þar
tekur blóðið við súrefni en gefur
frá sér kolsýru, hreinsast. Skýrslur
sanna, að þessar ástæður þjá nær
þriðja hluta allra hjartasjúklinga.
AUKINN HJARTSLÁTTUR
Nikotín eykur hjartslátt um 20
slög á mínútu að meðaltali.
Þessi hjartsláttaraukning varir í
20 mínútur eftir reykingu, en getur
örvað hjartaslög mikilla reykinga-
manna um 10 þús. aukaslög á sólar-
hring. Þetta er ægilegt álag að ó-
þörfu fyrir hjartað.
BLÓÐRÁSARTRUFLANIR
Ein helztu áhrif nikotíns á hjart-
að eru verkanir þess á æðakerfi og
blóðrás. Eitrið ertir æðarnar til
krampakenndra átaka einkum hár-
æðar, sem geta svo aftur framleitt
hitatap í fingrum og á tám allt að
10 stigum á Fahrenheit við innönd-
un reyks úr einni „rettu.“