Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 105
ÓVINUR VIÐ HLIÐIN
103
drógu sig í hlé og flýðu. Og enn
fannst Paulus, Hitler réttlættur.
Hann var vissulega ósigrandi.
Fundur hans og Foringjans full-
komnaði enn þessa sannfæringu
hans. Um kvöldið kynnti Hitler
hann með borðhaldi fyrir Franz
Halder hershöfðingja, einum helzta
foringja sínum á þessum slóðum,
þrifalegum Þjóðverja með virðu-
legt vel hirt yfirskegg.
Þeir voru fornvinir og ræddu nú
sigurgöngu nazista yfir góðum vín-
um.
Halder leit þó með nokkurri
gætni á ósigrandi mátt Hitlers.
Vikum saman hafði hann verið
minntur á og sagt Foringjanum það
formálalaust að allt tal hans um
sundrung og samstöðuskort Rússa
væri hrein ímyndun. Moskva stæð-
ist enn, það væri skýrt dæmi. Hið
sama væri að segja um Leningrad,
hún verðist átakaþrunginni bar-
áttu; óvinurinn væri ekki úr leik.
Ennfremur hélt Halder því fram,
að sigurgangan síðastliðinn vetur
hefði blóðmjólkað Þýzkaland, svo
vart yrði við snúið. Nær 800 þús-
undir manna eða um 80 herfylki
lægju nú þegar grafnir í rússneskri
mold. Og hámarkstalan í þýzku her
fylkjunum væri nú 50 prósent inn-
an nauðsynlegs styrkleika. Aðeins
nokkrum mánuðum áður en þessi
veizla þeirra Halders og Paulus var
haldin hafði Halder skrifað í dag-
bók sína:
,.Hin stöðugt hneigð til að van-
meta herstyrk óvinanna grefur
smátt og smátt undan öllum sönn-
um sigri. Alvarlegar framkvæmdir
eru orðnar ómögulegar.11
Ráðagerðir hans æstu Hitler, sem
hélt sér í hroka sínum við þá trú,
að Rússar væru ráðvillt hjörð til
slátrunar leidd. Afbragðs herdeildir
Þriðja ríkisins yrðu aldrei að velli
lagðar.
En við Stalingrad hafði „lukku-
hjólið snúizt öfugt,“ eins og Win-
ston Churshill orðaði, örlögin voru
ráðin.
Og á bökkum Volgu var nú háð-
ur einn minnisverðasti harmleikur
mannkyns.
SLÁTURHÚS
Hernaðaráætlun Hitlers hafði
ekki tekið hertöku Stalingrad með
í reikninginn.
Herfylkin þrjú þar á meðal 6. her
deild Paulus áttu blátt áfram að
halda í austur yfir rykugar stepp-
urnar meðfram Volgu, snúa síðan
til suður í áttina að olíulindum Ká-
kasus.
En í júlímánuði 1942 hafði For-
inginn breytt hergöngunni sam-
kvæmt skýrslum þýzkra gáfnaljósa,
sem fullyrtu að Rússar hefðu nánast
engar varnir á vesturbakka Volgu-
fljóts.
Nú var því álitið að Rauði her-
inn ætti þarna engin varnarvirki í
Stalinsrad og 6. herdeildin átti sem
sagt að grípa borgina í leiðnni.
Og í fullu trausti þess, að svona
væri þetta í pottinn búið, var meira
eð segja nokkur hluti hersins send-
ur rakleiðis til Kákasus. en 6. her-
deildin skilin eftir alein í svörtu
diúpi Sovét-sambandsins.
Hitler hæddist að mjög gáfulegri
áætlun, sem Halder sýndi honum.
en þar var því haldið fram að milli