Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
LYKILL AÐ BORGINNI
Herdeild nr. 71 hlykkjaðist hæg
fara nær og nær aðalferjustaðnum.
Nokkrir útverðir héldu enn velli, og
gerðu margar skráveifur, en að síð-
ustu voru þeir allir yfirbugaðir.
Á Rauða torginu — miðbænum
í Stalingrad lágu nokkur lík á víð
og dreif í grasi og á gangstéttum.
Ljósrauðir blóðpollar lituðu um-
hverfið, þar sem þeir höfðu fallið.
Aðrir blóðflekkir mynduðu ógeðs-
legar slettur á götum borgarinnar
í hornum og göngum, þar sem ein-
hver hafði leitað afdreps.
Univermag-deildin var eyðileg,
brotin og brömluð. Mannslík lágu
þar líka í furðulegustu stellingum.
Kúlnaför voru líkust skrautmynztri
upp og niður líflausa líkami. Innan
dyra lágu Rússar og Þjóðverjar látn
ir hlið við hlið eða hver yfir ann-
an eftir endilöngum göngum og söl-
um. Búðin var orðin að fjöldagröf.
City Sovét, Rauðahers-klúbburinn,
Gorhi-leikhúsið, allt var autt og
tómt, „skreytt* svörtum götum og
^apandi gluggumi, sem minnti á
holar augnatóttir. í hliðarstrætum
var varningur á víð og dreif.
Rotnaðir tómatar, tröllepli og aðr
ir ávextir lágu á stéttum og tröpp-
um. Hönd eða fótur eða aðrir af-
slitnir líkamshlutar lágu innan um
varninginn. Svartar, stórar flugur
sveimuðu yfir þessum leifum.
í einhverju skýli, sem einu sinni
hafði verið nýtízku matsöluhús rétt
fyrir austan mynnið á Tsaritsa-geil
linni, voru rússneskir Jæknar og
hjúkrunarkonur að hlynna að særðu
fólki.
Meira en 700 fórnardýr innrásar
innar höfðu verið flutt brott daginn
áður í einhverju, sem áttu að heita
fleytur og sjófærir bátar. En 600
aðrir biðu nú eftir að komast brott
og höfðu verið bornir til strandar
eða niður á árbakkann.
Enn þrengdu Þjóðverjar að. Vél-
byssur þeirra sendu glóandi eld-
gusur inn í hópana, sem biðu við
bátadokkina. Rússnesku hermenn-
irnir mynduðu þétta varnarlínu og
gátu haldið nazistunum í hæfilegri
fjarlægð unz síðasti sjúklingurinn
klifraði veikum burðum um borð í
ferjuna.
En svo komu Þjóðverjar og síð-
asta ferjan var tekin. Nokkur hluti
árbakkans norðan og sunnan við
Tsaritsa Gorge var fyrir ónógar
birgðir hergagna á valdi 6. hersins.
Aðeins verksmiðjuhverfin í Norð-
ur-Stalingrad voru enn ekki yfir-
buguð.
í Vinnitsa fréttist ekkert um
þetta, og Hitler sat í kofa sínum í
versta skapi. Hálfum mánuði áður
hafði hann bálazt upp og hnakkrif-
izt við Albert Jodl yfir framkvæmd
um hergöngunnar og eftir það hafði
Foringinn blátt áfram hafnað öllu
samneyti við þjóna sína.
Viti sínu fjær yfir óhlýðni undir
manna sinna, illu gengi og óförum í
Kákasus og við Volgu, hafði hann
hitt Franz Halder 24. sept. og rekið
hann.
Halder fór til bækistöðva sinna til
að taka saman pjönkur sínar. En
áður en hann kvaddi ritaði hann
vini sínum og nemanda Friedrich
Paulus stutt bréf, sagðist vera „fall-
inn úr náðinni“ og þakkaði honum
þegnskap og vináttu.