Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 114

Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 114
112 ÚRVAL LYKILL AÐ BORGINNI Herdeild nr. 71 hlykkjaðist hæg fara nær og nær aðalferjustaðnum. Nokkrir útverðir héldu enn velli, og gerðu margar skráveifur, en að síð- ustu voru þeir allir yfirbugaðir. Á Rauða torginu — miðbænum í Stalingrad lágu nokkur lík á víð og dreif í grasi og á gangstéttum. Ljósrauðir blóðpollar lituðu um- hverfið, þar sem þeir höfðu fallið. Aðrir blóðflekkir mynduðu ógeðs- legar slettur á götum borgarinnar í hornum og göngum, þar sem ein- hver hafði leitað afdreps. Univermag-deildin var eyðileg, brotin og brömluð. Mannslík lágu þar líka í furðulegustu stellingum. Kúlnaför voru líkust skrautmynztri upp og niður líflausa líkami. Innan dyra lágu Rússar og Þjóðverjar látn ir hlið við hlið eða hver yfir ann- an eftir endilöngum göngum og söl- um. Búðin var orðin að fjöldagröf. City Sovét, Rauðahers-klúbburinn, Gorhi-leikhúsið, allt var autt og tómt, „skreytt* svörtum götum og ^apandi gluggumi, sem minnti á holar augnatóttir. í hliðarstrætum var varningur á víð og dreif. Rotnaðir tómatar, tröllepli og aðr ir ávextir lágu á stéttum og tröpp- um. Hönd eða fótur eða aðrir af- slitnir líkamshlutar lágu innan um varninginn. Svartar, stórar flugur sveimuðu yfir þessum leifum. í einhverju skýli, sem einu sinni hafði verið nýtízku matsöluhús rétt fyrir austan mynnið á Tsaritsa-geil linni, voru rússneskir Jæknar og hjúkrunarkonur að hlynna að særðu fólki. Meira en 700 fórnardýr innrásar innar höfðu verið flutt brott daginn áður í einhverju, sem áttu að heita fleytur og sjófærir bátar. En 600 aðrir biðu nú eftir að komast brott og höfðu verið bornir til strandar eða niður á árbakkann. Enn þrengdu Þjóðverjar að. Vél- byssur þeirra sendu glóandi eld- gusur inn í hópana, sem biðu við bátadokkina. Rússnesku hermenn- irnir mynduðu þétta varnarlínu og gátu haldið nazistunum í hæfilegri fjarlægð unz síðasti sjúklingurinn klifraði veikum burðum um borð í ferjuna. En svo komu Þjóðverjar og síð- asta ferjan var tekin. Nokkur hluti árbakkans norðan og sunnan við Tsaritsa Gorge var fyrir ónógar birgðir hergagna á valdi 6. hersins. Aðeins verksmiðjuhverfin í Norð- ur-Stalingrad voru enn ekki yfir- buguð. í Vinnitsa fréttist ekkert um þetta, og Hitler sat í kofa sínum í versta skapi. Hálfum mánuði áður hafði hann bálazt upp og hnakkrif- izt við Albert Jodl yfir framkvæmd um hergöngunnar og eftir það hafði Foringinn blátt áfram hafnað öllu samneyti við þjóna sína. Viti sínu fjær yfir óhlýðni undir manna sinna, illu gengi og óförum í Kákasus og við Volgu, hafði hann hitt Franz Halder 24. sept. og rekið hann. Halder fór til bækistöðva sinna til að taka saman pjönkur sínar. En áður en hann kvaddi ritaði hann vini sínum og nemanda Friedrich Paulus stutt bréf, sagðist vera „fall- inn úr náðinni“ og þakkaði honum þegnskap og vináttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.