Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 53
MAÐURINN, SEM VILL EKKI GLEYMA
51
búðanna í Póllandi, stjórnaði morð-
um á að minnsta kosti 400.000 mönn
um, konum og börnum.“ Orð dóm-
arans endurlífguðu ljótan kafla sög-
unnar, sem margir vildu gleyma.
Stangl, sem hafði varið sig sjálf-
ur með, „ég gerði aðeins skyldu
mína,“ stóð teinréttur og hlustaði á
dóm sinn: Lífstíðarfangelsi.
Wiesenthal, stór maður um 110
kg að þyngd, með grátt hár sem
byrjað er að þynnast, grátt yfir-
skegg og björt fjörug augu. gekk
hvatlega út úr dómsalnum. Allar
hreyfingar hans báru vott um afl
og ákefð, eins og aldrei væri nægur
tími til þess er hann vildi gera.
Hann stansaði við ruslakörfu í for-
stofunni, opnaði veski sitt og dró
upp mynd af Stangl sem þrýst var
niður á milli myndar af konu hans
og dóttur. Hann hafði geymt hana
til að minna sig stöðugt á saklaus
fórnarlömb Stangl. Nú reif Wiesen-
thal myndina hljóðlega niður. Hann
fann ekki til neinnar kæti: „Dóm-
ur Stangl hafði engin áhrif á mig,
hann var aðeins tákn. Engin refsing
getur jafnast á við stærð glæpsins.
Það mikilvæga var, sök hafði ver-
ið sönnuð og réttlætinu fullnægt."
A leið sinni til baka, til þriggja
herbergja skjalamiðstöðvarinnar í
Vínarborg, hafði Wiesenthal þegar
gleymt réttarhöldunum. Hann átti
ennþá 300 óleyst mál af eftirlýst-
um fjöldamorðingjum, á mismun-
andi rannsóknarstigum. Skjöl hans
innihéldu þúsundir nafna sem aldrei
yrði veitt athygli. „Þetta er starf
sem ég fæ aldrei lokið,“ sagði hann
nýlega. „Ég er nú 64 ára að aldri.
Ég held bara áfram við vinnuna, á
einn eða annan hátt, þar til ég
hætti að anda.“
SKULD VIÐ HINA DAUÐU
Síðan í maí 1945, þegar hann var
frelsaður úr fangabúðunum í Aust-
urríki, af bandaríska hernum, hefur
Wiesenthal safnað gögnum gegn
þeim mönnum og konum sem á-
byrgð báru á hræðilegasta glæp sög
unnar, útrýmingu nasista á sex
millj. Gyðingum og nokkrum millj
ónum annarra fórnarlamba, á ár-
um seinni heimsstyrjaldarinnar.
Hann hefur fundið meir en 1000
þessara glæpamanna, afrek sem ger
ir hann einstakan í sinni röð sem
sporrekjanda stríðsglæpamanna. Og
hann hefur gert þetta, sem óbreytt-
ur borgari, frá stríðslokum, að und-
anteknu einu ári, er hann vann fyr-
ir stríðsglæparannsóknarmenn
Bandaríkjanna, án nokkurs lög-
fræðilegs valds, fjármagnaður með
smá fjárgjöfum víðs vegar að úr
heiminum og tekjum sínum af fyr-
irlestrum og skrifum.
Wiesenthal vinnur að mestu al-
einn. í byrjun störfuðu með honum
30 sjálfboðaliðar og illa launaðir að
stoðarmenn. Smátt og smátt týndu
þessir menn og konur tölunni og
hurfu til friðsams fjölskyldulífs og
eðlilegs starfs að nýju. En jafnvel
enn í dag munu skilaboð frá Wies-
enthal setja nunnu í Ástralíu, rabb-
ía í S-Afríku eða lögfræðing í New
York á slóð eftirlýsts manns.
Simoji Wiesenthal hefur aldrei
óskað þess að fórna dlífi sínu þessu
misskunnarlausasta leynilögreglu-
starfi veraldar. Fyrir stvrjöldina var
hann ungur og upprennandi arki-