Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 123
ÓVINUR VIÐ HLIÐIN
121
opnuðu hungraðir hermenn á Pit-
omnik flugvelli oft vörugáma hlaðna
verðlitlum varningi.
Dag nokkurn voru þarna þúsund-
ir plastpoka utan um handsprengjur,
en engar handsprengjur annars með
í farangrinum. Annað skipti var
heilmikið af vöru 4 tonn af pipar
og persilju — á þeim tíma, sem her-
sveitirnar lögðu sér mýs til munns.
Grátbroslegast var þó heill farm-
ur af getnaðarverjum.
Hermennirnir í Stalingrad liðu
stöðugt af skorti á eggjahvítuefni,
kjöti. —
Dag nokkrun mætti 31 árs for-
ingi Heinz Neist að nafni, einum
samúðarfullri röddu:
„Vantar þig ekki eitthvað að eta?“
Neist þáði boðið með þökkum og
settist að diski hlöðnum kartöflum,
kjöti og feiti. En þegar hann leit
spurnaraugum á matinn, sagði yf-
irmaðurin glottandi: „Þú mátt trúa
mér, þetta er ekki mannakjöt. Það
er hundakjöt."
Neist þurfti ekki meira. Hann
lauk öllu af disknum á augabragði.
Þetta var líkast kálfakjöti. Og þegar
hann var búinn. spurði hann, af
hverju bessar leifar hefðu verið.
Hinn 18. des. gerði Paulus liðs-
könnun í framlínum liðsins.
Hann varð ákaflega sorgbitinn,
er hann komst að raun um líkam-
lega hnignun og heilsuleysi her-
manna sinna.
Hreyfingar þeirra voru sljóar og
þeir létu ekki að stjórn, andlits-
drættir lýstu þjáningum. Augun
virtust tóm langt inn í holum auen-
tóttum að baki tærðra kinnbeina.
Niðurbrotinn sneri Paulus til
klefa síns og skrifaði Cocu konu
sinni bréf. Ekki vildi hann samt í-
þyngja henni með raunatölum, en
spurði um líðan hennar og barn-
anna, en segir svo:
,,Nú eru vissulega dimmir dagar
hér. En við munum samt lifa þetta
af. Eftir veturinn kemur maí aftur.“
HUNGURFÆÐA
Öryggir í hinni fölsku von um
komu Mansteins þoldu hermenn 6.
hersins vetrarveðrin og vandræðin
með undraverðri rósemi. En jólin
gáfu þeim samt ótvírætt til kynna,
að líklega yrði Ketillinn sameiginleg
gröf þeirra.
Einmana og yfirgefnir eyddu þess
ir þýzku menn síðustu stundum iól
anna til að reyna að ná útvarpi
heiman að á stuttbylgjur tækja
sinna.
Þeir stilltu inn á áróðursráðherr-
ann Josef Göbbels, sem hafði „Hring
sjá“ yfir þriðja ríkið þennan dag.
Frá Narvik hljómaði söngur öfugs
karlakórs. Frá Tunis var leikið
Heims um ból. Og frá Stalingrad —
og nú störðu hermennirnir hver á
annan opnum munni •— gleðisöngv-
ar, til að fullvissa fólkið heima um
velgengni Þjóðverja við Volgufliót.
Nú var þessum aðþrengdu mh"
um meira en nóg boðið, líkamlege
og siðferðilega féllu þeir bókstaf-
lega saman yfir sýndarmennskunni.
Lagt hafði verið til að Paulus
hershöfðingja, að matarskamm+ur
skyldi aðeins aukinn til hátíða’--
brigða. En úthlutunarstjórinn br-rg:
ekki um margt að velja né miklu
að skipta.