Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 83
FRÆKILEG HJÁLP Á HÆTTUSTUND
81
Um hádegið 17. des náði þetta
öfluga skip til hafnar í St.. Johns.
Og enn var Rumba í togi.
Þúsundir Nýfundnalandsbúa, er
voru þó vanir baráttunni á hafinu
þöktu hæðirnar við höfnina og
hylltu skipin fagnaðarópum og
töldu þetta algjörlega einstæða
björgun.
Gömlu konurnar lásu og saumuðu á kvöldin. Kvöld eitt var önnur
að lesa í blaði og muldraði eitthvað. Þá sagði hin:
,,Ef þú ert að tala við mig, gjörðu svo vel að tala hærra. Ef þú
ert að tala við sjálfa þig, gjörðu svo vel að tala lægra.“
Þegar ég átti afmæli fyrir skömmu, gaf maðurinn mér slopp,
sem passaði, og kom það mér á óvart. Þegar ég spurði hann, hvernig
hann hefði getað fengið slopp, sem passaði, sagði hann, að það hefði
verið auðvelt. Hann hafði fundið miða með málunum mínum, sem ég
gaf honum fyrir átta árum, og svo hefði hann bara bætt 10 prósent
ofan á málin, „fyrir verðbólguna,“ eins og hann sagði, sá þræll.
Húsamálarinn auglýsir:
„Elskaðu náunga þinn — og láttu því mála húsið þitt.
Aðvörunarskilti á vegi til fagurs staðar:
Þessi staður þarfnast ekki framlags frá þér, notaðu poka fyrir
ruslið.
Fatahreinsun auglýsir:
Ef það, sem við finnum í vösunum á fötum yðar, nægir ekki til að
gera okkur rík, munum við skila yður því.
Auglýsing fyrir sætisólar:
Klifrið upp á þakið á einbýlishúsi yðar, réttið út arma og látið
ykkur detta á andlitið til jarðar Plamm. Höggið er jafnmikið og það,
sem kemur á innri hluta bíls, í árekstri á 30 mílna hraða.