Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
Þegar komið er til Pine Haven
er eins gott fyrir lækninn að láta
hendur standa fram úr ermum.
Lungnaþembusjúklingurinn kem-
ur fyrstur inn í bílinn. Næst er
þreytuleg, bakveik kona og síðan
áttræður maður með of háan blóð-
þrýsting. Einn sjúklingurinn spyr,
hvað hann skuldi lækninum mikið.
Turpin hefur komist að raun um,
að hann verður að setja eitthvað
upp, annars koma sjúklingarnir
ekki. Ef þeir hafa ekki peninga,
borga þeir með grænmeti, villibráð
eða prjónlesi. En það er sama hvað
amar að sjúklingnum — gjaldið fyr
ir læknishjálpina er aldrei hærra
en einn dollar.
Turpin læknir og Mollie kona
hans bera mikla umhyggju fyrir
sjúklingum sínum, ekki aðeins í
þessu litla þorpi, heldur víða um
heim. Þau eru sem sé stofnendur
þekktrar alþjóðlegrar hjálpar- og
lækningastofnunar, sem rekur 22
sjúkrahús og lækningastöðvar í
þeim heimshlutum, þar sem þörfin
er mest. Karlar og konur af 27
þjóðernum starfa í þjónustu þessar-
ar stofnunar í mörgum löndum, svo
sem Vietnam, Hong Kong, Mexíkó,
Eþíópíu og Bandaríkjunum. Margt
af þessu fólki hefur snúið baki við
fé og frama til þess að geta helgað
sig mannúðarmáli.
Það eru ekki nema nokkur ár síð
an Turpin var læknir í Kaliforníu
þ'ar sem glæsileg framtíð virtist
bíða hans. En hann hafði allt frá
bernsku haft mikinn áhuga á líkn-
arstörfum, og að því rak að hann
og kona hans fóru að starfa í frí-
tímum við líknarstofnun eina í fá-
tækrahverfi bæjarins Tijuana. En
þetta nægði ekki til að bæla niður
óróleikann.
Þá vildi svo til að einn sjúkling-
urinn, liðsforingi í flotanum og ný-
kominn frá Austurlöndum, sagði
Turpin frá ástandinu í Hong Kong.
Þúsundir flóttamanna streymdu inn
í borgina og áttu hvergi höfði sínu
að halla. Þeir sultu, sváfu á götun-
um og voru auk þess margir veikir
Farsóttir blossuðu upp og breiddust
út. Seinna sá Turpin myndir af
flóttafólkinu í blöðunum og las frá-
sagnir sjónarvotta.
Eitt kvöldið sagði hann við konu
sína. „Mollie, við skulum fara til
Hong Kong og reyna að hjálpa.11 —
Hún starði á mann sinn. Honum var
greinilega alvara.
Undirbúningurinn tók marga mán
uði. íbúar Suður-Kaliforníu brugð-
ust skjótt við og gáfu peninga og
lyf í stórum stíl, og hópur sjálf-
boðaliða vann að því að skrá birgð-
irnar og búa þær til flutnings.
í fyrstu ferð sinni til Hong Kong
heimsótti Turpin læknir hið al-
ræmda gamla borgarhverfi þar sem
tíu þúsund manns búa í aumustu
hreysum. Þar var engin vatnsveita
og engar skolpleiðslur. Það virtist
ekki vanþörf á að koma á fót lækn-
ingastöð í þessu hverfi. En Turpin
skoðaði líka höfnina þar sem 135
þúsund Kínverjar búa í bátum og
skipum sem liggja svo bétt saman,
að ganga má þurrum fótum langt
út á sjó. Fólkið, sem býr um borð
í skipunum, hefur ímugust á þur1’-
lendinu, kynslóðir fæðast, lifa og
deyja í þessari fljótandi borg, þjáð-
ar af fátækt, hungri og sjúkdómum.