Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 38
36
Lifnaðarhættir villidýranna í
heimahögum sínum er stöðugt undr
unarefni.
Það er t. d. mjög erfitt að víkja
strútum af veginum.
Þeir geta hlaupið á undan bílum
mílum saman með 30 mílna hraða á
klukkustund.
Fullorðnir fílar hvílast hluta úr
deginum standandi, halla sér hver
að öðrum eða upp að tré. Þeir geta
svo verið á beit samfleitt
í 22 klukkustundir og framleiða svo
furðuleg og dularfull hljóð úr háls-
inum að helzt líkist þrumum í fjar-
lægð.
í vatnahéraðinu Manyara í Tanz-
aníu liggja ljón oft á trjágreinum
til þess að hremma eins og kettir
og láta loppurnar hanga máttlausar
eins og búska í loftinu.
Þótt fjöldi dýranna sé svona mik-
ill, . er raunverulega mikil heppni,
að sjá þau í essinu sínu frjáls og
eðlileg.
Á ferð okkar um villidýrasvæðið
Great Rift Valley —■ Gjárdalinn
mikla, sem er raunverulega 2000
feta djúp jarðsprunga eða sigdalur,
sem klýfur sundur meginlandið, sá-
um við stórar hjarðir zebradýra og
antilopa, fjölda fíla, gíraffa og ótal
önnur sýnisdýr Austur-Afríku.
En vinir mínir, sem fóru sömu
leið viku síðar sáu aðeins örfá
þeirra.
Hvernig þessar hjarðir geta horf-
ið svo snögglega af öllum þessum
víðáttum og úr öllum þessum döl-
um, er eitt af óráðnum gátum Afr-
íku.
Eitt svæði er þó öruggt til að veita
ferðafólki uppfyllingu óska sinna
ÚRVAL
um, að sjá villt dýr, en það er Ngo-
rongoro Crater í Tanzaníu.
Þetta er 12 fermílna víðátta, trekt
myndað svæði, umkringt orkideu-
kjarri í um 700 m háum hlíðum, og
sannarlega er þetta land eitt af
mestu furðuverkum veraldar, stór-
kostlegur og eðlilegur dýragarður
af náttúrunnar hendi, graslendi þar
sem eiginlega öll sléttudýr Afríku
una lífi sínu.
Sú freisting að klífa Kilimanjaro
við ferðalok var furðu áleitin.
Þótt Kilimanjaro sé hærra en
Mont Blanc sýnist það auðvelt
uppgöngu með aflíðandi hlíðum.
En háfjallaveiki, sem stafar aí
súrefnisskorti angrar þar margan,
og eins var með mig.
Meðan ég þrammaði upp, gleyp-
andi og geispandi eftir lungnafylli
af lofti, hlógu og hjöluðu samferða-
armenn mínir, þótt þeir bæru 50
punda poka á bakinu.
Búnir þykkum ferðafötum, leður
stígvélum og snjógleraugum ganga
útlendingar við hlið þessara manna,
léttklæddra í þunnum ullarpeysum,
spóaleggirnir þeirra berir, fæturnir
í sandölum eða ilskóm.
Þetta er sannarlega auðmýkjandi
lífsreynsla.
Þriggja vikna ferð með farangur
frá New York til A-Afríku kostar
frá 1800 til 2000 dali. Hálfsmánaðar
ferðalag aðeins 1400 dali við byrjun.
En úrvalsferð að marki um A-
Afríku er auðvitað „veiðiferð" í
jeppum og „trukkum."
Þetta eru um 150 þús., 170 þús. og
120 þús. krónur.