Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
ekki tími til að finna nema oíur-
lítinn heitan titring í tönninni.
Sjúklingur, sem ennþá þarf að
nota verkjastilli, veit varla af því
nú, vegna þess hve nálin sem til
þess er notuð er tæknilega fullkom-
in. Áður voru sömu nálar notaðar
oft, þær urðu bitlausar og meiddu
sjúklinginn. Hinar nýju eru aðeins
notaðar einu sinni og síðan er þeim
kastað, svo engin mistök geti orðið.
Fólk, sem ekki vill deyfingu með
venjulegri verkjasprautu getur oft
ast fengið rafdeyfingu, er reynd hef
ur verið í tannlæknaskólum og gef
ið góða raun. Til þess er notaður ör-
lítill rafall, sem gefur raflost með
um það bil hálfs volts spennu við
snúning. Þetta deyfir tanntaugina,
svo að sjúklingurinn losnar alveg
við sársaukann.
Einnig er fólk ákaflega hrifið, er
það segir frá nýju, þægilegu stólun-
um, sem komnir eru á tannlækna-
stofurnar. I þeim er hægt að hvíla
á hinn hagkvæmasta hátt, með höf-
uðið í þeim stellingum, sem bezt
hæfir aðstöðu læknisins hverju
sinni.
Ný ljós eru einnig komin til sög
unnar, sem lýsa upp hvern krók og
kima í munni sjúklingsins og gefa
tannlækninum frjálsar hendur til
umsvifa, þar eð hann þarf ekki að
hagræða ljósi eins og áður var.
Til viðbótar þessu öllu hafa tann
læknar nú þaulæft aðstoðarfólk,
biálfað í notkun og þekkingu allra
þessara nýtízku tækja.
Það má því tala um „fjögurra
handa“ tannviðgerð, sem gerir tíma
sjúklingsins í stólnum mun styttri
en áður var.
Frá Rochester tannlæknamiðstöð-
inni í New York koma nú plastþekj
ur, sem verja heilbrigðar öllu
hnjaski, þótt unnið sé við hinar
skemmdu. Þessar plastþekjur eru
litaðar samlitar gómnum og geislað
ar ultra-fjólubláu ljósi fáeinar sek-
úndur.
Það herðir þessa plasthúð, svo að
hún getur auðveldlega enzt í tvö ár.
Sumir tannlækninga vísindamenn
eru svo bjartsýnir að gefa í skyn,
að innan fimm ára verði þessar plast
hlífar orðnar svo fullkomnar að
geta komið í staðinn fyrir fyllingar
og gull-„innlegg“.
Ný límbönd, — framleidd með vís
indalegum aðferðum •— hafa reynzt
frábær til að spengja með brotnar
tennur.
í sumum tilraunastöðvum tann-
lækna eru teknar ýmist eðlilegar eða
tilbúnar tennur, hreinsaðar og sett-
ar í þar sem tönn var tekin, smurð-
ar og festar með límkvoðu.
Ennþá er þó málmfesting milli
tanna talin öruggasta aðferðin til
að halda þeim hæfilega föstum. Þess
ar festingar eru samt orðnar miklu
léttari og sterkari en áður.
Bjartasta von nútímans í tann-
lækningum er samt að takast megi
að hindra og koma í veg fvrir tann
skemmdir í framtíðinni.
Síðasta áratug hafa tannlæknavís
indin orðið sammála um eftirfarandi
niðurstöður:
Gúmmí-efni, sem kallast ,,plak“.
sem harðnar fljótlega og myndar
vörn gegn bakteríum, sem orsaka
tannskemmdir og gómsjúkdóma yf-
irleitt.
Það hillir enn fremur undir upp-