Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
ing, reiði og óróleika við lyfjanotkun
ina.
Sálfræðingar og lyfjafræðingar
hafa nú rannsakað meginorsakir
þess, hvernig DPH verkar á tauga-
frumur.
Venjulega er það svo, að frumurn
ar senda frá sér rafstraum, íónur,
sem fara gegnum frumuhýðið, en
eru svo sendar til baka af íónunum
innan í frumunni.
Þessi breyting á efnalegu jafn-
vægi innan í frumunni hindrar hana
með stuttu millibili í að svara
aftur þessari örvun.
Ofnæm fruma andæfir því ekki
á eðlilegan hátt, hún verkar með
truflandi rafskautum án svörunar,
ef til vill ósjálfrátt og viðnámslaust.
En þegar DPH er notað fæst eðli-
legt jafnvægi í þessar rafbylgjur
frumanna, áhrif og hindranir verða
þá aftur í samræmi hvað við annað.
Þannig verkar DPH á breiðum
grundvelli, ekki sem utanaðkom-
andi kynjalyf, heldur til að laga
líffræðilegar verkanir frumanna í
þeirra innsta eðli.
í flogaveiki, þunglyndi, æsingi og
eirðarleysi stillir það ofnæmi og of-
starfsemi sjálfra heilafrumanna.
í hjartanu hindrar það hjartslátt
eða krampa með því að stilla of-
næmi taugafruma og vöðvasella.
f fyrra rituðu læknar yfir 600 þús.
lyfseðla á DPH til meðferðar við
hugsýki og taugatruflunum. Og
nær 200 þús. fleiri til lækningar á
höfuðkvölum, andlitskippum og
hjartakrampa.
Með nánari rannsóknum og þekk
ingu á eðli og áhrifum DPH hafa
læknar uppgötvað lækningarmátt
þess við mörgum öðrum kvillum.
Það linar astmaköst, hindrar titr-
ing og þrautir drykkjusjúklinga, er
þjást af eftirköstum ofdrykkju. Og
það tefur fyrir glákumyndun í aug-
um, þar eð það örvar blóðstraum
til sjóntaugar dvínandi augnastarf-
semi.
Enn aðrir vísindamenn hafa bent
á, að notkun DPH flýtir fyrir
græðslu sára og er ómetanlegt til
að hindra myndun legusára og til
lækningar þeim.
Fjöldi skurðlækna hefur einnig
notað það í stað eiturlyfja til að
draga úr sársauka og kvíða sjúk-
linga, sem þurfa að ganga undir
meiri háttar skurðaðgerðir.
Það má því sannarlega þakka inn
sæi og skilningi leikmanns í lækna
vísindum, framtaki hans og fjár-
hagslegum stuðningi, að nú hafa vís
indalegar rannsóknir fjarlægt for-
dóma, tómlæti og misskilning, sem
í 30 ár hafði hindrað þetta einstæða
lyf í því að lina mannlega þjáningu
og bjarga mannslífum.
VERÐBÓLGA
Þegar þú færð 100 krónur fyrir klukkustundarvinnu, en eyðir 150
krónum á mínútu að meðaltali, þegar þú ferð í búð.