Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 69
SKURÐLÆKNIRINN
67
erfiðleikar venjulegra skurðlækn-
inga margfaldaðir.
Læknar fylgjast jafnan vel með
því hvernig Frantséf leysir flókin
verkefni. Hann á marga lærisveina
á sviði hjartalækninga og eru ófáir
doktorar meðal þeirra. Niðurstöð-
ur starfs sjúkrahúss þess sem hann
veitir forstöðu hafa oft komið fram
á þingum og ráðstefnum t. d. í Ro-
stock 1967, í Melbourne 1970, í
Moskvu 1971 o. s. frv.
Starfsbræður hans hafa boðið
honum til Englands og nú í vor fór
hann til Bandaríkjanna.
Oft er sagt, að á sovéttíma hafi
til orðið ný gerð menntamanns. Þeg
ar ég heyri þetta, minnist ég jafnan
próf. Frantséfs, sem er sannur
menntamaður og vel heima, ekki
aðeins á sviði læknisfræði, heldur
í mannlífi yfir höfuð. Hann er tungu
málamaður, meðal vina hans eru
rithöfundar, blaðamenn, leikarar.
Hann hefur ýmsar skemmtilegar og
mannlegar áráttur — t. d. safnar
hann merkjum og á ágætt safn
merkja sem lúta að íþróttum og
læknisfræði.
Frantséf hefur alltaf verið hrif-
inn af hnefaleikum. Hann hefur
mjög stundað mót í þeirri grein,
kynnzt hnefaleikurum og vinnur nú
í læknanefnd Hnefaleikasambands-
ins. Nú á hann sæti í læknanefnd
Heimssambands hnefaleikamanna.
Enda þótt hann hafi orðið doktor
í læknisfræði fyrr en flestir menn,
telur Frantséf að hann hafi ekki
miklu afrekað enn. Hann er mjög
gagnrýninn á þann árangur, sem
hann hefur náð. Hann telur að enn
sé það óunnið sem mestu skiptir.
Mannkynið skiptist í þrjá flokka: Þá, sem eru óbifanlegir, þá bif-
anlegu og þá, sem bifa öðrum.
Benjamin Franklin.
Maður sagði frá því, að kona hans hefði fætt fyrsta barn þeirra.
,,Ég vissi, að tími væri kominn til að fara með hana í sjúkrahús,
þegar móðir hennar var farin að hringja til okkar á fimm mínútna
fresti," sagði hann.
Paul Ginsberg.
Gæfan að hafa hæfileika nægir ekki. Fólk verður einnig að hafa
hæfileika til að öðlast. gæfu.
Hector Berlioz.