Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
persónuleg átök milli brjálæðing-
anna Hitlers og Stalins. Þrátt fyrir
marga sigra var Þjóðverjum alls-
endis ómögulegt að brjóta varnir
borgarinnar algjörlega niður. Allt
var nú komið í sjálfheldu, staðnað
gjörsamlega. En nú varð allt í einu
ný hreyfing yfir Donfljóti úr norðri.
Um 200 þús. manna liðsauki frá
Moskvu svæðinu og Ural nálgaðist
dagfari og náttfari til aðstoðar Rúss
um.
Þungir brynvagnar, hundruð
tankbíla, tíu þúsund reiðmenn nálg-
uðust til að taka sér stöðu 160 km
norðvestur af Stalingrad.
Rússneskir stjórnmálamenn unnu
sleitulaust að því að æsa þessar
sveitir upp með áróðri og ofstækis-
ræðum. Hver nýliði var bókstaflega
vígður til starfa með helgiathöfn
eftir trúarlegum aðferðum. Her-
söngvar voru sungnir og flokksfor-
ingjar þuldu ræður til að efla föð-
urlandsást og þjóðernishroka her-
mannanna og stappa þannig í þá
stálinu.
Þjóðverjar hlutu að veita þessari
uppbyggingu athygli. Nú þegar 27.
okt. varð einhver til að flytja Paul-
us herforingja þessar fréttir. Rúss-
neskir liðhlaupar fræddu Þjóðverja
um alla þessa liðsflutninga ekki að-
eins frá Don, heldur einnig til suð-
urvígstöðvanna. Þeir bjuggust sem
sagt við nazistum úr öllum áttum.
Paulus hafði satt að segja lengi
haft áhyggjur af slíkri þróun styrj-
aldarinnar.
Hans aðferð við hertöku borgar-
innar hafði alltaf byggzt á eflingu
virkja til vinstri, sem mundu halda
opinni birgðaleiðinni og um leið
gæti staðizt hverja árás úr norðri.
En til allrar óhamingju varð hann
þarna að treysta á þrjár fylgiþjóð
ir nazista.
Lengst í norðvestri voru það Ung
verjar. Næst sveitir úr ítalska hern
um og í þriðja lagi Rúmenar. En
ítalirnir höfðu verið settir á milli
Ungverja og Rúmena, sem eins var
hægt að búast við að rifjuðu upp
fornan fjandskap og færu að berjast
innbyrðis og lentu í hvor annars
kverkum.
Þessir þrír herir höfðu verið sam
ansettir til bráðabirgða. Ungverjar
og Rúmenar voru aðallega með af
pólitískum ástæðum og kunnu lítt
til hernaðar. Hvorir tveggja voru
hneigðir til spillingar vanmáttar. Ó-
breyttir hermenn voru verst settir.
Óhlýðnir og illa til reika á allan
hátt voru þeir varla til afreka í
styrjöld, en reyndu heldur að auðg-
ast persónulega með lítilli fyrirhöfn.
Þegar syrti í álinn, héldu margir
foringjanna blátt áfram heimleið-
is. Og vopnabirgðir þeirra voru
forngripir úr fyrri heimsstyrjöld.
ítölsku hermennirnir voru einn-
ig mislitur söfnuður. Satt að segja
höfðu þeir lítinn áhuga á styrj-
öldinni að öllu leyti. Þeir voru send
ir til Rússlands af þeirri einföldu á-
stæðu að Benito Mussolini borgaði
fyrir hylli Hitlers með lífi og limum
hermanna sinna. A fundi sínum með
Hitler í september hafði Paulus lagt
’fyrir hann beiðni um endurskoðun
viðvíkjandi þessum gervihersveit-
um. Hitler lofaði að athuga málið.
Seinna endurtók Paulus þessa ósk
sína við Halder. Og Halder lofaði