Úrval - 01.11.1973, Side 19

Úrval - 01.11.1973, Side 19
BLÓMIN GERÐU KRAFTAVERK 17 „Mér þykir þetta leiðinlegt," stamaði hann, „með blómin.“ „Það finnst mér líka,“ sagði ég. „Eg vil vita, hver hefur verið hér að verki.“ Carlos kipptist við og ók sér í öxlunum og sneri frá. Þá heyrði ég sjálfa mig segja: „Bíddu andartak, Carlos, Ef — við fáum önnur blóm, viltu þá verða blómavörður fyrir mig. Við borg- um.“ Aftur ók hann sér og sagði. „Því ekki það.“ Svo hljóp hann niður tröppurnar. Þegar Bill kom heim varð hann fokvondur. Hann hafði fréttirnar frá Garcia. Carlos hafði slitið upp vafn- ingsplöntu og slegið Clarence með henni í andlitið. Blómabardaginn barst til eyrna ömmu Carlos, sem var ströng kona. Það var hún, sem sendi hann til að biðja fyrirgefningar. Blómin og vafningsviðurinn hafði kostað okk- ur 30 dollara. „Og hana nú,“ öskraði Bill, „nú ætlar þú að eyða öðrum 30 dollurum í annan bardaga." „Jæja,“ sagði ég „við skulum þá fá „stjúpur“ í þetta sinn. Þær kosta ekki mikið.“ VERSTA „BLOKKIN" Þegar garðyrkjumaðurinn kom aftur, var Carlos viðstaddur vopn- aður tágsvipu. Hann hjálpaði til við gróðursetninguna og lét sem hann heyrði ekki hlátur og háðsglósur hinna, strákanna. Kannski voru þessar nýju plönt- ur svo vesældarlegar að naumast mundi taka því að tæta þær upp. Eða voru það ógnanir Carlos um hýð ingu fyrir að hrófla við þeim. Hvort sem heldur var, þá þroskuðust þær ágætlega og óáreittar og urðu hin fegurstu blóm allt liðlangt sumarið. Næsta sumar óttuðumst við ekk- ert um blómin okkar. Enda snerti þau enginn. Jenny, dóttir okkar, var þá fædd og Fleeta Mae Bostie frá N-Caroline komin til að gæta henn- ar. Kvöld nokkurt, þegar ég kom heim, var allt svo undur kyrrt í „blokkinni," og lögregluþjónn þar á verði. „Þeir hafa verið að berjast síð- degis í dag,“ sagði Fleeta Mae. „All ir Spánverjar annars vegar og svart ir á móti.“ Og þegar ég flýtti mér að koma barninu í rúmið, heyrði ég eitthvert þrusk úti fyrir. Ég hljóp út að glugganum. Lögregluþjóninn beygði sig, þegar múrsteinn flaug bak við höfuð hans. Þar næst þutu flöskur og fleiri steinar fram hjá í loftinu. Litlir herbílar komu í ljós og sí- renuvæl heyrðist í fjarska. Lög- regluforingi skipaði fólki að hypja sig niður af húsþökunum. Flöskur og steinar dundu á gangstéttunum. Og þegar við Fleeta störðum út á strætið gegnum ósköpin og óskuð- um að Bill færi að koma, sáum við lögregluþjóna með hjálma skjóta einu skoti af öðru yfir hús- þökin. Að síðustu náðust árásar- mennirnir niður. Um klukkan 11 var allt með kyrr um kjörum og kvöldhringing fyrir- skipuð. Næstu daga voru blöðin full af fréttum frá þessari verstu ,blokk‘ í borginni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.