Úrval - 01.11.1973, Qupperneq 89
IRAN - LYKILL MIÐAUSTURLANDA
87
stúdentum, sem mæla gegn einveldi
eða áhrifavaldi eins manns.
Hann á þar einnig í höggi við ír-
anska hryðjuverkamenn eins og þá,
sem reyndu að ræna bandaríska
ambassadornum Douglas McArthur
og konu hans árið 1970 og myrtu
nýlega amerískan hermálaráðgjafa
í Teheran.
Shainn sjálfur hefur oft naumlega
sloppið úr greipum launmorðingja.
írönsk yfirvöld hafa tekið af lífi
marga slíka hryðjuverkamenn með
vélbyssum, en samt hafa miklu fleiri
fallið fyrir hendi uppreisnarmanna
þessara.
f dag virðist landið eingöngu í
höndum einvaldsins. Og því er
spurt:
„Hvað verður, ef hann deyr?“ Og
íranar eru áhyggjufullir.
Nú þegar hefur hann gjört ráð
fyrir stjórnartaumum í höndum
drottningar sinnar sem heitir Farah,
unz sonur þeirra, Reza, krónprins,
13 ára að aldri getur sezt í hásætið.
En sem stendur er hinn 53 ára
gamli einvaldur vægast sagt í fullu
fjöri, girðandi land sitt hervörnum
um leið og hann byggir þjóð sína
upp hið innra á öllum sviðum.
Hann er ákveðinn í því að gera
íran traustasta veldið í púðurtunnu
Miðausturlanda.
Við vorum á ferð í París, og langferðabíllinn okkar varð að smjúga
um þröngar götur fram hjá urmul lítilla fólksbíla, sem var lagt
langt út á götu. Oft gripum við andann á lofti, þegar litlu munaði,
að árekstur yrði. Bílstjórinn bölvaði í sífellu. Þá komum við inn í
götu, sem var jafnvel enn þrengri, og við komumst ekkert áfram.
Þá kom einum farþeganna ráð í hug. Hann og allmargir aðrir
fóru út, lyftu litlum bíl, sem var í veginum og báru hann lítið eitt
nær gangstéttinni. Bíllinn okkar komst dálítið lengra áfram. Síðan
báru þeir litla bílinn aftur á þann stað, þar sem hann hafði verið.
Þeir héldu þessu áfram, þangað til við komumst út úr hnútnum.
Vegfarendur námu staðar og horfðu á okkur. Sumir brostu og
sumir klöppuðu og enn aðrir hristu bara höfuðið.
AÐ SJÁ BARA RAUTT
Ég gladdist, þegar ég sá, að unga fólkið í bílnum á undan mér
við umferðarljósin hafði sett merki, sem á stóð „Ef þú fylgir Jesú,
þá flautaðu," aftan á bílinn sinn. Ég flautaði strax lítið eitt, og unga
stúlkan við stýrið stakk höfðinu út um gluggann og kallaði:
„Fjandinn hafi það, sérðu ekki, að það er enn rautt ljós?“