Úrval - 01.02.1975, Síða 3
1. hefti
34. ór
Úrval
Janúar/Febrúar
1975
Nú hefur Úrval nýtt ár, með hefti sem er drjúgum stærra en
endranær, enda spannar það yfir tvo mánuði, janúar og febrú-
ar. Þetta var gerl til að „ná inn halanum“, en heftið var orðið
illilega á eftir. Eins og frá hefur verið skýrt áður, stafar það
af töfum, sem urðu á útgáfu á síðasta ári, einkum prentara-
verkfallinu.
Meðal annars eru tvær „hækur“ í þessu hefti, og er sérstök
ástæða til að benda á þær. Önnur er saga eftir Leonard Wibber-
ley, og birtist hún óstylt. Hún heitir Sterkar hendur og gerist á
írlandi, við aðstæður, sem að sumu leyti eru okkur íslending-
um ekki framandi. Þar er rætt um erfiða lífsbaráttu sjósóknara
á lítilli eyju, og þær náttúruhamfarir, sem fyrir geta komið.
Þessi saga hefur farið víða og alls staðar hlotið mikið lof.
Hin „bókin“ er Minning um vin, sem raunar er útdráttur úr
formála stærri bókar eftir höfuðsnillinginn Jolm Steinbeck.
Minningar um látna vini eru ekki óþekktar á Islandi, en hjá
okkur eru þær eins margvíslegar að gæðum, og' þær eru marg-
ar. Að mínum dómi rís list dánarminninga hvergi hærra en í
þessari grein Steinbecks, og sakna þess mest, að geta ekki birt
liana óstytta, því margt varð að falla við styttingu, sem er gulls
ígildi.
Það er von okkar, sem stöndum að Úrvali, að nú séu svo
bjartir tímar framundan fyrir tímaritið, að ástæða sé til að
ætla að það geti haldið áætlun. Um efnið verða lesendur sjálfir
að dæma, en eins og áður eru ábendingar um efni mætavel
þegnar, þótt ekki viljum við lofa því að hlaupa eftir þeim öll-
um. Ennfremur er öll sanngjörn gagnrýni á timaritið vel þegin,
l>ví aðeins með lifandi sambandi við lesendurna getur timarit
af þessu tagi komið til móts við óskir þeirra.
Að svo mæltu óskum við lesendum Úrvals gleðiiegs árs, og
vonum að þeir finni sem flest nýlilegt í Úrvali á þessu ári.
Ritstjóri.