Úrval - 01.02.1975, Side 12
10
hraðar en nokkru sinni fyrr og nú
var einhver ógnvekjandi hvinur í
því. Djúpi hylurinn við klappimar,
sem við böðuðum okkur svo oft í,
tæmdist alveg. Gríðarlegur vatns-
múr var að myndast úti við vitann.
Nú varð ég allt í einu hrædd, al-
gjörlega lömuð af hræðslu.
Við Fay þutum inn í húsið og
skelltum dyrunum á eftir okkur.
Þegar við hlupum út í eldhúsið,
mættum við Dorothy og Helen, við
hikuðum eitt andartak við eldhús-
dyrnar og allar hugsuðum við það
sama: Ættum við að þora að hlaupa
þvert yfir 50 m breiða ströndina
upp á landið fyrir ofan?
Svo skall flóðbylgjan yfir okkur.
Hún kom öskrandi eins og heimur-
inn væri að farast. Ég leit um öxl
og sá brúna vatnsólguna við glugg-
ann. í sama bili heyrði ég glerið
brotna í þúsund mola, ég heyrði
bresta í bjálkum og viðum húss-
ins sem hrukku eins og eldspýtur.
Við héldum okkur allar fjórar
dauðahaldi í dyrakarminn, en hús-
ið tók að hreyfast og halla.
„Þetta brýtur húsið ofan af okk-
ur,“ sagði Helen. Hún talaði mjög
rólega og það var meiri undrun en
ótti í rödd hennar. Enginn hljóð-
aði. Við spyrntum bara í eitthvað,
sem eftir andartak var horfið, og
svo þeyttust við allar fjórar út í
vatnið. Helen barðist við að halda
höfðinu upp úr en hún sökk fyrir
framan mig. É'g rétti út hendina
eftir henni og náði und.ir handlegg
hennar, en straumólgan reif hana
af mér og svo var hún horfin.
Húsið okkar, sem var tiltölulega
veikbyggt, brotnaði í flísar og sóp-
ÚRVAL
i
aðist í burtu. Aðeins þakið flaut og
þyrlaðist í iðukastinu. Við Fay náð-
um taki á þakskegginu og klifruð-
um upp á kjölinn. Það var eins og
vatnið skylfi, en svo byrjaði flóð-
bylgjan að sogast út aftur. Við
höfðum á tilfinningunni að við
bærumst til hafs með ógnarhraða,
þegar dansandi og riðandi þakið
skolaðist með okkur móti opnu
hafi. Við komum sem snöggvast
auga á bíl Ferduns, sem hafði stað-
ið í skúrnum bak við húsið. Nú
valt hann hring eftir hring í vatns-
ólgunni.
Allt í einu lagðist þakflekinn
okkar á hliðina og nam staðar.
Hann hafði strandað á kletti og
hafið skolaðist undan honum. Fay
leit á mig og sagði: ,,Ég er ekki í
neinu.“ Ég leit ofan eftir sjálfri
mér. Það eina, sem ég var í, var
skyrtublússa og náttjakkinn.
Allt í einu komum við auga á
höfuð Dorothy, sem barst upp og
niður milli braksins við það horn
þaksins, sem var lengst frá okkur.
Hún hélt krampataki um þakskegg-
ið með báðum höndum og augu
hennar voru stjörf af hræðslu og
örvæntingu. Ég tók að fikra mig
varlega í áttina til hennar, en áður
en ég næði alla leið, missti hún
takið og sökk.
„Við sleppum ekki lifandi úr
þessu,“ sagði Fay ósköp rólega.
„Við verðum að reyna að kom-
ast inn til strandarinnar," sagði ég.
„Sjórinn er að sogast út.“ Við
klöngruðumst ofan af þakinu óg
hoppuðum í sjóinnn, sem aðeins
náði okkur í hné. Botninn var grýtt-
ur og ójafn. Fay kunni ekki að