Úrval - 01.02.1975, Page 12

Úrval - 01.02.1975, Page 12
10 hraðar en nokkru sinni fyrr og nú var einhver ógnvekjandi hvinur í því. Djúpi hylurinn við klappimar, sem við böðuðum okkur svo oft í, tæmdist alveg. Gríðarlegur vatns- múr var að myndast úti við vitann. Nú varð ég allt í einu hrædd, al- gjörlega lömuð af hræðslu. Við Fay þutum inn í húsið og skelltum dyrunum á eftir okkur. Þegar við hlupum út í eldhúsið, mættum við Dorothy og Helen, við hikuðum eitt andartak við eldhús- dyrnar og allar hugsuðum við það sama: Ættum við að þora að hlaupa þvert yfir 50 m breiða ströndina upp á landið fyrir ofan? Svo skall flóðbylgjan yfir okkur. Hún kom öskrandi eins og heimur- inn væri að farast. Ég leit um öxl og sá brúna vatnsólguna við glugg- ann. í sama bili heyrði ég glerið brotna í þúsund mola, ég heyrði bresta í bjálkum og viðum húss- ins sem hrukku eins og eldspýtur. Við héldum okkur allar fjórar dauðahaldi í dyrakarminn, en hús- ið tók að hreyfast og halla. „Þetta brýtur húsið ofan af okk- ur,“ sagði Helen. Hún talaði mjög rólega og það var meiri undrun en ótti í rödd hennar. Enginn hljóð- aði. Við spyrntum bara í eitthvað, sem eftir andartak var horfið, og svo þeyttust við allar fjórar út í vatnið. Helen barðist við að halda höfðinu upp úr en hún sökk fyrir framan mig. É'g rétti út hendina eftir henni og náði und.ir handlegg hennar, en straumólgan reif hana af mér og svo var hún horfin. Húsið okkar, sem var tiltölulega veikbyggt, brotnaði í flísar og sóp- ÚRVAL i aðist í burtu. Aðeins þakið flaut og þyrlaðist í iðukastinu. Við Fay náð- um taki á þakskegginu og klifruð- um upp á kjölinn. Það var eins og vatnið skylfi, en svo byrjaði flóð- bylgjan að sogast út aftur. Við höfðum á tilfinningunni að við bærumst til hafs með ógnarhraða, þegar dansandi og riðandi þakið skolaðist með okkur móti opnu hafi. Við komum sem snöggvast auga á bíl Ferduns, sem hafði stað- ið í skúrnum bak við húsið. Nú valt hann hring eftir hring í vatns- ólgunni. Allt í einu lagðist þakflekinn okkar á hliðina og nam staðar. Hann hafði strandað á kletti og hafið skolaðist undan honum. Fay leit á mig og sagði: ,,Ég er ekki í neinu.“ Ég leit ofan eftir sjálfri mér. Það eina, sem ég var í, var skyrtublússa og náttjakkinn. Allt í einu komum við auga á höfuð Dorothy, sem barst upp og niður milli braksins við það horn þaksins, sem var lengst frá okkur. Hún hélt krampataki um þakskegg- ið með báðum höndum og augu hennar voru stjörf af hræðslu og örvæntingu. Ég tók að fikra mig varlega í áttina til hennar, en áður en ég næði alla leið, missti hún takið og sökk. „Við sleppum ekki lifandi úr þessu,“ sagði Fay ósköp rólega. „Við verðum að reyna að kom- ast inn til strandarinnar," sagði ég. „Sjórinn er að sogast út.“ Við klöngruðumst ofan af þakinu óg hoppuðum í sjóinnn, sem aðeins náði okkur í hné. Botninn var grýtt- ur og ójafn. Fay kunni ekki að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.