Úrval - 01.02.1975, Síða 14

Úrval - 01.02.1975, Síða 14
12 ÚRVAL Ég sá bílana aka í friði og ró inni á strandveginum, eins og þeir væru fullir af skeytingarlausum, ham- ingjusömum mönnum. Skömmu seinna tók ég eftir tré- girðingarbút, sem flaut skammt frá mér. Ég svamlaði þangað í von um að geta notað hann fyrir fleka. Hann var ekki nógu stór fyrir mig, en ég lagðist, þversum yfir hann og leið strax betur, af því að ég var komin lengra upp úr sjónum á þennan hátt. Stöðugt hugsaði ég um þá hættu, sem mér kynni að vera búin neðan frá. Alls konar álar, geddur og eitruð sækvikindi — og hákarla, en ég hélt aftur af hræðslunni með því að reyna að tala kjarkinn í mig. í hafi, sem flóðbylgjan hafði hrært svo dyggi- lega í, myndu flestir fiskar og kvik- indi sjálfsagt reyna að halda sig í stilli niðri við botninn. Þegar mesta hræðslan fór að réna og ég litaðist um, kom ég auga á hina. Uppi á sérlega hárri bylgju taldi ég sjö höfuð. Sumt af þessu fólki hékk við brak úr brotnum húsum og tveir héldu dauðahaldi í tré, sem rifnað hafði upp með rótum. ,,Halló, þið!“ hrópaði ég. En þau hrópuðu ekki til baka, þau störðu bara eins og dáleidd. Þetta voru allt saman börn. Þegar ég barst sjálf upp á bylgjutopp, tók ég eftir litlum dreng. Hann hélt í stóran bjálka. Hann tók að svamla í átt- ina til mín og ég til hans. ,,Hvað heitir þú?“ spurði ég. ,,Tómas Fújimótó. Eruð þér ekki kennslukonan?" „Jú,“ svaraði ég. Við vorum kom- in svo nærri að við gátum snert hvort annað. Aðeins bjálkinn, sem hann hélt í, og girðingarflekinn minn, skildu okkur að. Af siðferð- isástæðum reyndi ég að halda sem mestu af neðri hlutanum í kafi. „Hvar varstu, þegar flóðbylgjan kom?“ „f sturtunni í skólanum," svar- aði hann. Svo hátt hafði flóðbylgj- an þá náð! Það var skýringin á öllum þeim börnum, sem ég hafði séð. „Haltu þér nú vel,“ sagði ég þeg- ar okkur rak sundur. Öll tilfinning fyrir tíma var horfin, og ég fór að finna til ákafra verkja. Vinstri mjöðm mín var gersamlega skinn- laus og ég fann, að það voru rifur og skrámur um allan kroppinn. Ég hafði sjálf bitið í gegnum neðri vörina og gat ekki lokað munnin- um, öðruvísi en að það væri mjög sárt. Mér varð stöðugt kaldara. Það var töluverður vindur og farið að rigna, ískaldri úðarigningu. Girð- ingarflekinn minn var að liðast í sundur, en nú sá ég annan koma rekandi í áttina til mín. Loksins var hann kominn svo nærri, að ég þorði að synda til hans. Ég náði taki á honum. Hann var svo stór, að ég gat, komist öll upp á hann. en ég varð að gæta þess að liggia rétt á honum. Annars missti ég jafnvægið og rann í sjóinn aftur. Ég held, að ég hafi klöngrast að minnsta kosti þúsund sinnum upp á hann. Nú heyrði ég í flugvélum. Milli ákafra uppkasta reis ég upp á hnén og veifaði, sem venjulega hafði ekki annað upp á sig en flek- inn endastakkst og ég lenti í sjón- um. En ég klifraði upp á hann aft-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.