Úrval - 01.02.1975, Page 18
16
ÚRVAL
verulega þýðir „litleysi". Hvítt er
aftur á móti samsetningur alls lita-
kerfisins.
Hver og einn af grunnlitunum
þremur — rauður, blár og guiur —
hefur sitt tilfinningalega gildi.
Rauður er álitinn hlýr og fullur af
lífsþrótti. Hann er litur atorkunn-
ar. Þegar þýðingarmikið fólk kem-
ur í heimsókn. er rauði renningur-
inn breiddur út. Við „sjáum rautt“,
þegar við verðum fyrir einhverju,
sem kemur róti á hugi okkar. Rautt
er liturinn, sem örvar allar okkar
langanir — þar með talið löngun-
ina í mat; veitingahús eru oft inn-
réttuð í rauðu.
Blái liturinn er allt öðruvísi.
Hann er friðsamlegur og afslapp-
andi, tákn rökkurs og hvíldar.
Hann hvetur til djúprar hugsunar
og andlegra starfa og gefur hug-
mynd um hreinleik og reglu.
Gult er sterkasti liturinn í lit-
rófinu. Eins og rautt hefur gulur
litur lífgandi og örvandi áhrif á
okkur, og hann tengist sól og yl —
og því sem er nýtt og í takt við
tímann.
Grænt er blanda af bláu og gulu
og svokallaður baklitur, en svo
þýðingarmikill, að hann skipast á
bekk með frumlitunum, þegar um
er að ræða samröðun lita. Grænt
verkar svalt og örvandi. Tískuhús-
næði er oft grænt.
HERBERGISÁHRIFIN. Veggirnir
eru aðalrammi herbergisins, en áð-
ur en farið er að velja liti, verður
að gera upp við sig hvaða heildar-
áhrifum óskað er eftir. Ef herberg-
ið á að virðast vera stórt og loft-
gott, eða hreint og bjart, notar
maður ljósa liti. Ef maður kýs hins
vegar lokaðri og dempaðri ramma,
eru valdir d‘kkir litir. Rautt verk-
ar verndandi, dökkir jarðlitir —
eins og til dæmis hlýr, brúnn litur
— kemur herbergi til að sýnast
minna, gerir það hlýlegt og fyllir
það öryggiskennd.
Það er erfitt að ímynda sét' liti,
en við sjáum undir eins, þegar við
rekumst á lit, sem okkur líkar. Ef
þú hefur fallið fyrir ákveðnum tón,
reyndu þá að fá prufu af honum,
sem allra fyrst. Innanhússarki-
tektar fá alls konar hluti frá við-
skiptavinum sínum, til þess að gera
sér grein fyrir hvaða liti þeir girn-
ast: Ný blóm, kuðunga, auglýsinga-
eldspýtur, efnisafganga, jólakort.
Hefur þú nokkurn tíma velt fyrir
þér, hvaða litur kemur þér í gott
skap? Eða hvaða liti maki þinn kýs
helst á föt sín? Sértu að leita að
einhverjum ákveðnum lit, finnurðu
hann áreiðanlega í tvinnakassanum
í næstu vefnaðarvöruverslun.
Á dögunum reyndi ég með vin-
konu minni að finna rétta liti í
baðherbergið hennar. Við sátum á
rúmstokknum og störðum ráðvillt-
ar fram í baðherbergið, þegar ég
kom auga á fallegan bláan og græn-
an kjól, sem hún hafði verið í
kvöldið áður. Ég hélt honum upp
fyrir framan hana — var það ekki
einmitt þessi stemmning, sem hún
hafði hugsað sér? Vinkona mín fór
að hlæja: „Einmitt, þú hittir nagl-
ann á höfuðið.“
Nokkrir kunningjar mínir komu
úr ferð til Kanaríeyja, þar sem
sandurinn minnir á hvítt flauel
undir djúpbláum himni. Handklæð-