Úrval - 01.02.1975, Page 20
18
ÚRVAI.
lampaskerma, vasa og púða. Mynd-
ir á veggjunum geta líka lífgað
upp á litasamspilið.
SAMNEFNARI. Öll herbergi í
íbúð geta haft hvert sitt litasér-
kenni, bara ef þeim er gefið sam-
hengi með eins konar samnefnara,
til dæmis hvítu, sem getur verið
„hinn rauði þráður“, annaðhvort á
veggjunum, eða körmum og listum.
Húsið, sem ég er fjarska skotin í,
hefur blátt og hvítt eldhús, sem
leiðir inn til stofu, sem er hvít, gul,
græn og rauð, en svefnherbergið
er grænt og hvítt. Það er hægt að
endurtaka liti á veggjum, húsgagna
áklæðum, gluggatjöldum eða tepp-
um. Ef þú finnur hjá þér hvöt til
að koma með æpandi liti, skaltu
láta þér nægja að hafa þá í her-
bergi, sem gengið er í gegnum en
ekki dvalið í. Það er ekkert á móti
því að velja sér glannalegt vegg-
fóður í litlu forstofuna. Að vísu er
hún það fyrsta, sem maður sér,
þegar maður kemur inn í húsið, en
þar dvelur maður aldrei nema tak-
markaðan tíma.
Þegar þú hefur fundið þína réttu
liti, skaltu halda þig við þá. Reyndu
að berjast á móti freistingunni að
gera tilraunir með nýja liti, af því
að þeir eru fyrir tilviljun tísku-
litir í dag. Sterkrósrauður litur,
sem er í tísku núna, getur orðið
skelfilegur á morgun. Reiddu þig
aldrei á minnið, þegar um liti er
að ræða. Þegar þeir eru annars
vegar, er minnið óáreiðanlegt, og
ef við höfum ekki litaprufu við
hendina, er óhugsandi að ná ár-
angri, sem við erum sátt við. Horfðu
á litaprufurnar saman, bæði í dags-
birtu og rafmagnsljósi. Rafmagns-
Ijós getur breytt lit gersamlega.
Reyndu að taka með þér nægi-
lega stóra litaprufu, gluggatjöld og
húsgagnaáklæði. „Það er ómögu-
legt að ímynda sér hvernig þetta
raunverulega er, út frá svona lítilli
prufu,“ heyrir maður fólk andvarpa
sí og æ.
Fyrir alla muni skaltu ekki flýta
þér, þegar þú ákveður lit. Þetta er
litur, sem þú ætlar að búa við í
mörg ár, og þú skalt velta vand-
lega fyrir þér hugmyndum, sem þú
hefur fengið, sofa á þeim og velta
þeim fyrir þér aftur og aftur, áður
en þú tekur ákvörðun.
Vertu vel á verði gagnvart öll-
um litum, sem ekki fara vel með
hvítu og svörtu. Hvítt og svart hafa
nefnilega þann eiginleika, að þeir
opinbera allt það, sem er gruggugt
og óhreint í öðrum lit.
Litir í innréttingu verða að vera
í jafnvægi. Aðeins einn æpandi
tónn getur slegið skugga á alla
aðra liti. En eitt heilræði að lok-
um: Farðu eftir eðlisávísun þinni.
Ef þér finnst nauðsynlegt að koma
einhvers staðar með æpandi inn-
slag, þótt þú ella hafir valið kunn-
uglega og hlutlausa liti, skaltu láta
eftir þessari löngun. Hún er einnig
hluti af þér. Og þar er einmitt fólg-
inn möguleikinn til að gefa lífinu
lit!
☆