Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 39
HUGRAKKASTI MAÐUR LOFTFIMLEIKANA
37
ég gert æfingar í loftrólu frá 5 ára
aldri. Ég fór fyrsta heljarstökkið
í loftrólu, þegar ég var 8 ára. Ég
hafði æft í loftrólunni, hvenær sem
tækifæri gafst, og fyrsta þrefalda
heljarstökkið fór ég 14 ára.“
„Það er mjög algengt,“ segir
Tito, „að loftfimleikamaður nái
þrefalda stökkinu um tíma, kann-
ski tvær vikur, og týni því svo
skyndilega niður og nái ekki valdi
á því aftur. Stundum getur hann
gert það 20 sinnum í röð og síðan
ekki söguna meir. Þrennan er
leyndardómsfullt bragð. Fyrst, er
ég bað föður minn um að taka
þetta til sýningar, sagði hann:
„Nei, ég vil, að við höldum sýn-
ingar á einfaldari atriðum. Langar
þig til að vera stöðugt hoppandi í
netinu? Ekkert þrefalt stökk hér,
takk fyrir.“ É'g ákvað þrátt fyrir
allt að æfa mig á stökkinu á hverj-
um degi, hvað sem það kostaði.
Það tók mig tvö ár, en mér tókst
það. Erfiðasti hluti þessa atriðis er
ekki stökkið sjálft, það geta allir
gert, heldur að geta látið sig hætta
að snúast og hugsa nógu skýrt,
þegar maður réttir úr sér og gríp-
ur í arma gripilsins á réttu sek-
úndubroti.“
Tito hefur nú náð þrennunni svo
vel, að hann getur framkvæmt
hana með bundið fyrir augun. „Þó
aðeins,“ segir hann, „á einstaka
stöðum, þar sem áhorfendur hafa
mikinn skilning og áhuga á fjöl-
leikum og skilja þar af leiðandi
bæði áhættuna og hæfnina, sem er
þessu samfara.
Hvað er næst á dagskrá hjá Tito?
Hann er að undirbúa fjórfalt helj-
arstökk úr loftrólu, atriði, sem al-
drei hefur áður verið leikið fyrir
áhorfendur.
Fjórfalt heljarstökk! Aðeins hugs
unin um það fyllir fjölleikahúsfólk
ótta og suma vantrú. „Ég er á móti
atriðum, sem ekki er hægt að gera
daglega,11 segir Antonietta Concello,
ein af snjöllustu loftfimleikakonum
sögunnar, og nú framkvæmdastjóri
Ringling Bros. og Barnum & Bai-
ley loftfimleikaflokksins. „Ég er á
móti því að taka áhættuna af að
særa sjálfan sig. Okkur var kennt
að hafa meira vit en spennu í at-
riðum okkar. Fegurðin skiptir meira
máli en áhættan. Ef til vill getur
Tito farið fjórfalt heljarstökk, ef
til vill ekki. É’g vil ekki vita hann
slasaðan."
„É'g mun sannarlega fara fjór-
falda heljarstökkið, áður en ég
hætti fyrir fullt og allt,“ segir Tito.
„Að snúast í fjóra hringi jafnast
á við að vinna 7 gullverðlaun á
Olympíuleikum, eða að verða fyrsti
maðurinn til að stíga á tunglið. Eg
vil að mín sé minnst. Eg vil, að
aðrir loftfimleikamenn vilji taka
mig til fyrirmyndar. Dag nokkurn
mun ég fara fjórfalt heljarstökk.
Mér tekst það, og ég verð ódauð-
legur.“
☆