Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 41
LÍFSNEISTINN — VONIN
39
í yðar höndum nú, læknir.“ —
Hinn sagði: „Ég verð að gera eitt-
hvað til að láta mér batna.“ Sá
fyrrnefndi lést —• en sá síðari náði
sér.
Dr. Martin E. P. Seligman, frá
háskóla Pennsylvaniu, hefur gert
tilraunir í sambandi við kjarkleysi,
sem þjáir milljónir manna árlega.
Hann hefur komist að raun um, að
kjarklítið fólk álítur minnstu
hindrun óyfirstíganlega. Þetta svar-
ar til, að allt er ómögulegt af því,
að „ekkert, sem ég geri, skiptir
máli“. „Árangursrík lækning,"
sagði hann mér, „byrjar, þegar við
byrjum að trúa aftur, að við get-
um orðið starfhæfir einstaklingar
og getum stjórnað lífi okkar.“
Einnig það, hve mikið við þor-
um að vona um okkur, hefur áhrif
á, hvernig við högum okkur gagn-
vart öðru fólki. Sá maður, sem
vonar, sér aðra eins og þeir GÆTU
verið og hjálpar þeim til að verða
þannig.
Maður, sem ég þekkti, átti
drykkjusjúka konu. Æ ofan í æ
olli hún honum vonbrigðum. En
hann missti aldrei vonina. Kvöld
eitt skammaði hún hann fyrir fram-
an vini þeirra. Á eftir brast hún
í grát. „Hvers vegna yfirgefur þú
mig ekki,“ æpti hún. „Vegna þess,
að ég man eftir mjög góðri konu,“
svaraði hann, „og ég trúi, að hún
sé enn til.“ Að lokum hætti hún
að drekka.
En veldur vonin okkur ekki dag-
lega vonbrigðum? Er vonin ekki
aðeins hvísl út í myrkrið fyrir
suma? Sem svar við slíkum spurn-
ingum, er það eitt að segja, sem
við höfum alltaf vitað: vonin er
andstæð ójöfnum. Lífið er barátta
góðs og ills, gleði og sorgar.
Hvers vegna? Ef til vill vegna
þess, að vonin er manninum eðli-
leg. Við erum nýjar mannverur á
hverjum morgni, vegna þess, að á
einhvern hátt á þessum tíma kom-
um við út úr draumheiminum og
byrjum á ný. Ég man eftir manni,
sem var svo viti sínu fjær af sorg
—■ konan hans hafði hlaupist á
brott með öðrum manni — hann
átti barn, sem var í skóla fyrir
fatlaða — og loks, þegar hús hans
hafði nærri skemmst í eldsvoða,
ákvað hann að stytta sér aldur. En
morguninn eftir tilraunina vaknaði
hann og sagði við vin sinn, sem
hafði setið hjá honum: „En hvað
þetta er dásamlegur dagur. Veistu,
ég held, að ég geti byggt húsið
mitt aftur.“ Lífið sjálft hafði lifn-
að innra með honum.
Okkur er eins eðlilegt að vona
á ný og að fræin byrja að vaxa og
að sólin kemur upp — og kannski
af sömu ástæðum. Vonin er til alls
staðar; frumur skipta sér — blóm
vaxa — tré laufgast —■ dýrin ala
og vernda afkvæmi sín — allt á
alheimslegan eftirvæntingarfullan
hátt.
Eins eðlileg og nauðsynleg og
vonin kann að vera, getum við
misst hana. Hjá mörgum okkar
verður vonin leiðigjörn, eins og líf
okkar verður leiðigjarnt. Er hægt
að KENNA okkur að vona, eða
hjálpa okkur að fá vonina aftur?
Það er hægt. En einmitt vegna
þess, að vonin er hinn eðlilegi
gangur lífsins, er hún óleyst vegna