Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 47
HVER ER RÉTTUR EINKALÍFSINS?
45
málið varðandi misbeitingu einka-
lífsins var ekki svo alvarlegt, áður
en tölvurnar komu til sögunnar.
Hin 7 ára gamla upplýsingastöð
FBI um afbrot (NCIC) sýnir, hve
hröð uppspretta upplýsinga hefur
mikil áhrif á vandamál einkalífsins.
NCIC hefur meðal annars yfir að
ráða afbrotasögu meira en 400.000
einstaklinga, og eru þær allar
geymdar í tölvu. Allt bendir til
þess, að sú tala verði komin í 8
milljónir á næsta áratug. Þessar
upplýsingar, sem eru opnar lögregl-
unni um 187 stjórnstöðvar um allt
land, eru til gífurlegrar hjálpar í
baráttunni gegn afbrotum. Aætlað
er, að FBI fái um 900 jákvæðar
ábendingar daglega, um annað
hvort stolna muni eða eftirlýst fólk,
eftir upplýsingum frá tölvum. FBI
hefur einnig fingraför og handtöku-
skýrslur um 20 milljónir einstak-
linga í afbrotaskýrslum sínum.
Þótt FBI megi aðeins gefa upp-
lýsingar um sögu afbrotamanna og
handtökuskýrslur til réttvísinnar og
umboðsmanna ríkisstjórnarinnar,
getur hún ekki haft eftirlit með
þessum upplýsingum, þegar þær eru
einu sinni komnar í hendur lög-
reglunnar. Alkunna er, hversu auð-
velt er að fá aðgang að skjalasafni
hennar. Mál, sem upp kom í Forth
Worth í fyrra, kastar ljósi á þetta
vandamál. Alþjóðleg félagasamtök
smásala gerðu tilraun til að koma
á fót keðju fjölverslana á staðnum,
og þegar sex meðlimir verkalýðs-
samtakanna reyndu að gera verk-
fall, voru þeir allir handteknir. Ör-
yggisvörður fjölverslananna leitaði
fyrir sér hjá leynilögreglu staðar-
ins um skýrslur yfir þessa sex menn
og fékk í hendur skýrslur um smá-
afbrot og myndir. Stuttu fyrir kosn-
ingar í fulltrúaráð launþega límdu
verslanirnar upp spjöld með yfir-
skriftinni: „Viljið þið, að þessir
verkalýðsforingjar verði fulltrúar
ykkar?“ Til mikilla vandræða fyrir
fyrirtækið hafði tölvan í tveimur
tilfellum átt við ranga menn.
Ennfremur eru skýrslur FBI oft
ófullkomnar og er í mörgum til-
fellum þess ekki getið, hvort um
sýknun eða sakfellingu hafi verið
að ræða, eða hvort málið hafi ver-
ið látið niður falla. Með slíka
skýrslu í höndum munu margir
vinnuveitendur taka ranga afstöðu
með því að neita mönnum um
vinnu. Þetta er ekki lítið vanda-
mál vegna þess, að handtökur eru
mjög algengt fyrirbrigði í Banda-
ríkjunum. Níu milljónir manna
voru handteknir 1973, bæði fyrir
meiri og minni háttar afbrot, og
um þriðjungur hlaut enga dóms-
meðferð eða var sýknaður.
Hin hörmulega útbreiðsla á göml
um, ófullkomnum og í sumum til-
fellum ónákvæmum skýrslum, hef-
ur leitt til þriggja fyrirspurna um
endurbætur á þinginu á þessu ári.
Ein var frá Réttarfarsdeildinni,
önnur frá öldungadeildarþingmann-
inum Sam Ervin og einnig frá full-
trúadeildarþingmanninum Don Ed-
wards. Frumvörpin gera ráð fyrir
því, að sakaskrám sé haldið rétt-
um, og að einstaklingum sé veittur
aðgangur að skýrslum sínum til
þess að tryggja það, að villur í
þeim séu leiðréttar. Þau innihalda
einnig strangar reglur um, að óvið-