Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 53
SMÁGJÖF HANDA KONUNNI
51
sagði ég kuldalega, „verðið skiptir
ekki máli. Hafið þið eða hafið þið
ekki þennan græna samkvæmis-
kjól, sem er ferskur og fallegur á
móti nöktu hörundi og heppilegur
klæðnaður í kvöldverðarboðum." í
þessum töluðum orðum otaði ég
auglýsingunni að henni.
„Auðvitað Monsieur, auðvitað
höfum við hann. Hann kostar 400
dali.“ (Ca. 48 þús. kr.).
„400 DALI!“
„Monsieur finnur „þægilegu
deildina“, á þriðju hæð.“
Lítil, lagleg hnáta sat á verði
við „Þægilegu deildina“, niðursokk-
in í pappírskilju, sem hún lét standa
upp við peningakassann. „Góðan
daginn,“ sagði ég. „Ég ætla að
kaupa kjól. Grænan kjól.“ Grænt
var uppáhaldslitur Liz.
„Stærð?“
„Ellefu,“ sagði ég. „Kannski átta.
Eitthvað á því bili.“
„Ellefu er barnastærð. Átta er
meðalstærð.“
„Ellefu fyrir unglinga og átta
fyrir fullorðna? Hvers konar kerfi
er þetta?“
„Ég set ekki reglurnar. Hvað er
konan stór? Eins og til dæmis bor-
ið saman við mig?“
Mér virtist landslag stúlkunnar
sæmilega áþekkt Liz. Ég tók um
báða raxlir hennar og virti hana
fyrir mér. „Hún er álíka mikil um
sig og þú. Hvað myndir þú vilja í
afmælisgjöf?“
„Ja . . .“ sagði hún hugsi. „Ef
þú endilega vilt vita það, langar
mig ekki í kjól. Ég vildi heldur að
þú gæfir mér undirföt."
Kona, sem sigldi framhjá, heyrði
þessa síðustu athugasemd, sneri sér
við og sá hendur mínar liggja
kumpánlega á mjúkum öxlum
stúlkunnar. Ég rykkti þeim að mér
eins og af heitum ofni.
„Góðan daginn, Tómas,“ sagði
hún og skálmaði burtu með upp-
glennt augu.
„Frú Witherspoon,“ hvíslaði ég
hásum rómi. „Kona prestsins.“
„Hún myndi segja þér það sama.
Ég meina, þú ættir að skoða undir-
fötin. Vinkona þín verður hrifin af
því.“
Ég vafraði óstyrkum fótum und-
ir bogahlið með hjörtum og áletr-
uninni „Garður leyndardómanna".
Þetta var sérstaklega taugatrekkj-
andi staður. Limalangar, nærri
naktar útstillingabrúður stóðu á
allar síður. Sloppar úr hýjalíni,
náttkjólar og undirkjólar, voru
eins og framandi blóm innan um
stafla af dularfullum undirfötum.
Mér fannst þetta allt vera eins og
dagdraumar Farauks konungs.
Konurnar fimm í „Garði leyndar-
dómanna", störðu á mig, þar sem
ég lullaðist með síminnkandi glæsi-
brag framhjá þessum knipplinga-
borðum. Ein þeirra, stór kona með
stálaugu og músagildrum, lokaði
leið minni. „Get ég hjálpað yður?“
„Nei takk,“ tókst mér að segja.
„Ég er bara að skoða.“
Hún sneri sér að starfsfélaga sín-
um og ég heyrði hana tauta. „Nú
getur komið til kasta herra Hend-
ersons."
„Nei — nei — það er óþarfi!
Verið þið sælar, frúr.“ Þar með