Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 53

Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 53
SMÁGJÖF HANDA KONUNNI 51 sagði ég kuldalega, „verðið skiptir ekki máli. Hafið þið eða hafið þið ekki þennan græna samkvæmis- kjól, sem er ferskur og fallegur á móti nöktu hörundi og heppilegur klæðnaður í kvöldverðarboðum." í þessum töluðum orðum otaði ég auglýsingunni að henni. „Auðvitað Monsieur, auðvitað höfum við hann. Hann kostar 400 dali.“ (Ca. 48 þús. kr.). „400 DALI!“ „Monsieur finnur „þægilegu deildina“, á þriðju hæð.“ Lítil, lagleg hnáta sat á verði við „Þægilegu deildina“, niðursokk- in í pappírskilju, sem hún lét standa upp við peningakassann. „Góðan daginn,“ sagði ég. „Ég ætla að kaupa kjól. Grænan kjól.“ Grænt var uppáhaldslitur Liz. „Stærð?“ „Ellefu,“ sagði ég. „Kannski átta. Eitthvað á því bili.“ „Ellefu er barnastærð. Átta er meðalstærð.“ „Ellefu fyrir unglinga og átta fyrir fullorðna? Hvers konar kerfi er þetta?“ „Ég set ekki reglurnar. Hvað er konan stór? Eins og til dæmis bor- ið saman við mig?“ Mér virtist landslag stúlkunnar sæmilega áþekkt Liz. Ég tók um báða raxlir hennar og virti hana fyrir mér. „Hún er álíka mikil um sig og þú. Hvað myndir þú vilja í afmælisgjöf?“ „Ja . . .“ sagði hún hugsi. „Ef þú endilega vilt vita það, langar mig ekki í kjól. Ég vildi heldur að þú gæfir mér undirföt." Kona, sem sigldi framhjá, heyrði þessa síðustu athugasemd, sneri sér við og sá hendur mínar liggja kumpánlega á mjúkum öxlum stúlkunnar. Ég rykkti þeim að mér eins og af heitum ofni. „Góðan daginn, Tómas,“ sagði hún og skálmaði burtu með upp- glennt augu. „Frú Witherspoon,“ hvíslaði ég hásum rómi. „Kona prestsins.“ „Hún myndi segja þér það sama. Ég meina, þú ættir að skoða undir- fötin. Vinkona þín verður hrifin af því.“ Ég vafraði óstyrkum fótum und- ir bogahlið með hjörtum og áletr- uninni „Garður leyndardómanna". Þetta var sérstaklega taugatrekkj- andi staður. Limalangar, nærri naktar útstillingabrúður stóðu á allar síður. Sloppar úr hýjalíni, náttkjólar og undirkjólar, voru eins og framandi blóm innan um stafla af dularfullum undirfötum. Mér fannst þetta allt vera eins og dagdraumar Farauks konungs. Konurnar fimm í „Garði leyndar- dómanna", störðu á mig, þar sem ég lullaðist með síminnkandi glæsi- brag framhjá þessum knipplinga- borðum. Ein þeirra, stór kona með stálaugu og músagildrum, lokaði leið minni. „Get ég hjálpað yður?“ „Nei takk,“ tókst mér að segja. „Ég er bara að skoða.“ Hún sneri sér að starfsfélaga sín- um og ég heyrði hana tauta. „Nú getur komið til kasta herra Hend- ersons." „Nei — nei — það er óþarfi! Verið þið sælar, frúr.“ Þar með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.